Svona var blaðamannafundurinn vegna hertra aðgerða innanlands Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra mun kynna hertar aðgerðir innanlands á blaðamannafundi í Hörpu klukkan 15. Vísir verður í beinni frá fundinum og hefst útsendingin klukkan 14:50. 24.3.2021 13:50
„Við verðum bara að bregðast við“ Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir að hertar aðgerðir vegna kórónuveirunnar hér á landi verði kynntar í dag. Heimir Már Pétursson, fréttamaður okkar, náði tali af Svandísi fyrir ríkisstjórnarfund sem nú stendur yfir í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu. 24.3.2021 13:22
Tillögurnar frá Þórólfi komnar til Svandísar Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur skilað minnisblaði um tillögur að aðgerðum innanlands til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Þetta staðfestir Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður landlæknis, í samtali við Vísi. 24.3.2021 11:40
Göngufólki hleypt af stað inn í Geldingadal Lörgeglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aðgengi að gosstöðvunum í Geldingadal. Veðurskilyrði fara batnandi og fylgist Veðurstofa Íslands með veðrinu í rauntíma þökk sé veðurstöð sem komið hefur verið upp í dalnum. Unnið er að því að efla rauntímamælingar á gasi við hraunjaðra. 24.3.2021 11:16
Ekki ljóst fyrr en um ellefuleytið hvort gossvæðið verði opnað Þeir sem höfðu áhuga á því að sækja gösstöðvarnar á Reykjanesi heim í dag þurfa að bíða eftir niðurstöðu samráðsfundar sem hefst klukkan tíu. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar við Vísi. 24.3.2021 09:58
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23.3.2021 16:15
Ofan í auga gígsins Hundruð ef ekki þúsundir lögðu leið sína til Grindavíkur í dag og áfram Suðurstrandarveginn í átt að gosstöðvunum. Göngufólk hefur upplifað sólskin og haglél en áfram kraumar í gígnum í Geldingadal. 23.3.2021 16:08
Björguðu skipverjum á smábát sem var farinn að leka Björgunarskipið Björg á Rifi var kallað út á hæsta forgangi til aðstoðar við smábát hvers áhöfn varð vör við leka um borð. Báturinn var staddur rétt utan við höfnina á Rifi. Björgunaraðgerðir gengu vel og skjótt fyrir sig. 23.3.2021 15:31
Enginn með brasilíska afbrigðið alvarlega veikur Læknir og hjúkrunarfræðingur, sem bæði hafa verið bólusett fyrir kórónuveirunni, fóru um borð í súrálsskip frá Brasilíu við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði í gær. 23.3.2021 15:06
Óvíst hvort hundinum sem beit stúlkuna verði lógað Helgi Helgason hundaeftirlitsmaður segir ekki meitlað í stein að Rottweiler-hundi, sem beit stúlku í andlitið á barnum Röntgen við Hverfisgötu, verði lógað. Lögreglumaður segir að hundurinn verði hugsanlega settur í geðmat. 23.3.2021 14:01
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent