Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Mikil gleði ríkti í Háskólabíó síðastliðinn föstudag þegar 209 nýstúdentar voru brautskráðir frá Kvennaskólanum við hátíðlega athöfn. Dúx skólans var Grímur Gunnhildarson Einarsson með einkunnina 9,69 en þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem dúx kemur af félagsvísindabraut. 27.5.2025 13:41
Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Íslensk móðir búsett í Texas í Bandaríkjunum er hugsi eftir að ungur piltur í blóma lífsins var skotinn til bana í útskriftarveislu um helgina en dóttir hennar var í veislunni. Hún veltir fyrir sér hvað verði til þess að börn og ungt fólk ákveði að vopnast þegar þau haldi úr húsi. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar. 27.5.2025 10:55
Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans Knattspyrnudeild ÍBV hélt herrakvöld í félagsheimili Víkings í Safamýri í Reykjavík á föstudagskvöld þar sem Ásgeir Sigurvinsson var sérstakur heiðursgestur. Var honum þakkað sérstaklega fyrir hans framlag til íslenskar knattspyrnu í tilefni þess að hann varð sjötugur þann 8. maí. Ásgeir er uppalinn í Eyjum. 26.5.2025 15:14
Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Tónlistarmaðurinn Valgeir Guðjónsson og eiginkona hans, Ásta Kristrún Ragnarsdóttir, leita nú að nýju húsnæði til leigu í Reykjavík. Hjónin missa í sumar íbúð sem þau hafa haft á leigu í Reykjavík vegna tíðra sjúkrahúsheimsókna á Landspítalann. 26.5.2025 14:00
Skipstjórinn svarar fyrir sig Fyrrverandi skipstjóri á Huginn VE55 sem missti akkeri sem olli skemmdum á neysluvatnslögn í Vestmannaeyjum fyrir hálfu öðru ári segir mikil vonbrigði hvernig stjórnendur og eigendur Vinnslustöðvarinnar hafi komið fram eftir atvikið. Útgerðin sverti starfsmenn sína og dragi úr eigin ábyrgð á slysinu. 26.5.2025 11:59
Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Frjósemismiðstöðin Livio hefur verið dæmd til að greiða fyrrverandi starfsmanni á þriðja tug milljóna króna. Ekki þótti sannað að Ingunn Jónsdóttir hefði brotið skilyrði um að stofna ekki eigin frjósemisstofu sem voru að finna í samningi Ingunnar við Livio. 23.5.2025 14:30
„Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hyggjast í kjölfar gagnrýni á úrslit Eurovision 2025 rýna í hvort markaðsstarf þátttökuþjóða og hámarksfjöldi atkvæða hafi óeðlileg áhrif á úrslit keppninnar. Ríkisstjórn Ísraels varði miklum fjármunum í kynningarstarf fyrir framlag sitt í Eurovision-vikunni. 23.5.2025 10:53
Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Raunveruleikastjarnan Bassi Maraj, réttu nafni Sigurjón Baltasar Vilhjálmsson, hefur verið ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra utan við heimili sitt í Bryggjuhverfinu í Grafarvogi í febrúar fyrir rúmum tveimur árum. Bassi segir leigubílstjórann hafa tekið af honum símann eftir að hafa ætlað að rukka hann fjórtán þúsund krónur fyrir aksturinn. 22.5.2025 17:33
Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Einn er látinn eftir eldinn sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur í morgun. Annar er alvarlega slasaður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22.5.2025 15:27
Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Þrír voru fluttir í sjúkrabíl af vettvangi eldsvoða í fjölbýlishúsi við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í morgun. Um töluverðan eld var að ræða og sprakk rúða í íbúð á jarðhæð þar sem eldurinn kom upp. 22.5.2025 10:25