Sylvía Hall

Nýjustu greinar eftir höfund

Telja varnar­garða ekki mega bíða lengi

Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur segir áhyggjuefni ef hrauntaumur rennur niður í Nátthaga og heldur þaðan áfram í átt að Suðurstrandarvegi. Bæjarráð Grindavíkur ályktaði í síðustu viku um það að gera þyrfti allt sem mögulegt væri til þess að hefta framrás hraunsins niður í Nátthaga og hefur nú þegar verið ráðist í hönnun á þess til gerðum mannvirkjum.

Þrjú greindust með veiruna á Sauð­ár­króki

Þrjú greindust með kórónuveirusmit á Sauðárkróki í gær og eru nú þrettán í einangrun í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.

„Ísrael er ekki að verja sig, þeir eru að ráðast á annað fólk“

Fyrrum stjórnarmaður í félaginu Ísland-Palestína segir stöðuna á Gasa-svæðinu ekki koma fólki í opna skjöldu þar sem Ísrael ráðist yfirleitt til atlögu í hvert skipti sem Palestínumenn minni á sig. Ekki sé hægt að tala um átök milli herja, heldur mun frekar árás Ísraela á minnimáttar.

Tesla hættir að taka við Bitcoin

Tesla mun framvegis ekki taka við rafmyntinni Bitcoin sem greiðslu vegna umhverfissjónarmiða. Elon Musk, forstjóri Tesla, segir umhverfisáhrif þess að grafa eftir rafmyntinni ekki réttlætanleg.

Vilja að sak­sóknarar svari fyrir meintan leka

Lögmenn þriggja fyrrum lögregluþjóna í Minneapolis, sem hafa verið ákærðir í tengslum við dauða George Floyd, vilja að saksóknarar í málinu svari eiðsvarnir fyrir það hvort þeir beri ábyrgð á upplýsingaleka til fjölmiðla.

Svalt í veðri en á­fram hætta á gróður­eldum

Ekki er von á miklum veðurbreytingum næstu daga þar sem öflug hæð yfir Grænlandi teygir sig til suðausturs yfir Ísland. Spáð er hægum austlægum vindum eða hafgolu næstu daga og skúrir eða él víða um land.

Grunaður um akstur undir á­hrifum og laug til um nafn

Rétt fyrir klukkan ellefu í gærkvöldi hafði lögregla afskipti af ökumanni í miðbæ Reykjavíkur vegna gruns um akstur undir áhrifum vímuefna. Eftir að ökumaðurinn hafði verið stöðvaður reyndi hann að villa um fyrir lögreglumönnum og segja rangt til nafns.

Sak­felld fyrir að drepa fjögur börn sín en óskar eftir náðun

Hin 53 ára gamla Kathleen Folbigg hefur óskað eftir því hjá ríkisstjóra Nýja-Suður Wales-fylki í Ástralía að hún verði náðuð eftir árangurslausan málarekstur fyrir áfrýjunardómstólum. Folbigg afplánar nú þrjátíu ára fangelsisdóm eftir að hafa verið sakfelld fyrir að drepa fjögur börn sín á tíunda áratug síðustu aldar.

Sjá meira