Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra lýsir yfir stuðningi við Grænland og Danmörku í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðað tolla á lönd sem styðja Grænland. Hún segist ekki trúa því að tollastríð „færi okkur nær lausn í þessu máli“ en Trump vill leggja undir sig landið. 17.1.2026 18:43
Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Ekki er útilokað að Donald Trump Bandaríkjaforseti leggi toll á Ísland, að mati stjórnmálafræðings, rétt eins og forsetinn hyggst gera við fjölda Evrópuríkja vegna stuðnings þeirra við Grænland. Stjórnmálafræðingurinn segir að aðferðir Trumps séu komnar á svo alvarlegt stig að Evrópulönd geti ekki lengur útilokað innrás Bandaríkjamanna í Grænland. 17.1.2026 18:38
Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Donald Trump Bandaríkjaforseti á ekki að geta lagt sérstaka tolla á Danmörku án þess að leggja tolla á öll Evrópusambandsríkin enda eru þau í tollabandalagi. Forsetinn hótar nú vinalöndum Grænlands með tolli, í von um að það auðveldi Bandaríkjamönnum að leggja landið undir sig. 17.1.2026 17:59
Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Hið minnsta tveir hafa verið fluttir til skoðunar á slysadeild eftir fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut við Hvassahraun upp úr klukkan 23 í kvöld. 16.1.2026 23:49
Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Lögreglan réðst í umfangsmikla aðgerð á Akureyri í kvöld þegar fjöldi lögreglumanna stöðvaði og handtók ökumann við Glerárgötu. 16.1.2026 22:00
Borgarstjóri fór með rangt mál Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri bað lögmenn borgarinnar um að kanna lóðarréttarsölu Péturs Marteinssonar, mótframbjóðanda síns í prófkjöri Samfylkingarinnar, þrátt fyrir að hafa þvertekið fyrir það í fjölmiðlaviðtölum. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg óskaði hún eftir upplýsingum um hvort Pétur hefði mátt framselja lóðarrétt samhliða sölu á félagi sínu. 16.1.2026 21:10
Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Byggingafulltrúi Kópavogsbæjar stöðvaði í dag verktaka sem höfðu hafist handa við niðurrif á húsnæði þar sem félagsheimili Kópavogs var áður, án þess að hafa tilskilið leyfi. Varabæjarfulltrúi segir að framkvæmdin öll sé „eitt allsherjarklúður af hálfu Kópavogsbæjar.“ 16.1.2026 19:12
Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Fjórir gefa kost á sér í oddvitasæti Viðreinsar í Reykjavík í komandi sveitarstjórnarkosningum. 16.1.2026 18:55
Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Þingflokkur Framsóknar boðar til blaðamannafundar í Alþingishúsinu kl. 10 á morgun, þriðjudag, til að kynna tillögur til að bregðast við stöðu barna og ungmenna í íslensku samfélagi. 12.1.2026 23:23
Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Ekki er ljóst hvað olli þeim mikla eldi sem braust út í skemmu í Gufunesi í dag. Fyrir rúmlega tveimur árum höfðu þáverandi leigjendur miklar áhyggjur af aðbúnaði í húsnæðinu, sem er í eigu Reykjavíkurborgar, og lýstu rafmagninu í húsinu sem „slysagildru“ á sínum tíma. 12.1.2026 22:01