Fréttamaður

Agnar Már Másson

Agnar Már er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Veitinga­menn óttist að styggja em­bættis­menn

Framkvæmdastjóri samtaka fyrirtækja í veitingarekstri segir að veitingamenn í Reykjavík hafi verið illa upplýstir um reglugerð sem hefur nýlega lagt steina í götur þeirra. Hann segir að þeir óttist margir að styggja stjórnsýsluna en veitingamenn lýsa erfiðum samskiptum við heilbrigðiseftirlitið. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins telur að betur gengi ef eftirlitið væri einkavætt.

Reglu­verk setur lang­borðinu stólinn fyrir dyrnar

Veitingastaðir í Reykjavík hafa þurft fresta hinu árlega langborði um nokkrar vikur þar sem regluverk hjá heilbrigðiseftirlitinu gerir það að verkum að auglýsa þurfi starfsleyfi í fjórar vikur áður en það er veitt.

Frönsk kona grunuð um að bana dóttur sinni og eigin­manni

Frönsk kona á sextugsaldri er með stöðu sakbornings grunuð um að hafa ráðið eiginmanni sínum og dóttur bana á hótelherbergi á Edition í Reykjavík. Konan var með alvarlega stunguáverka þegar lögreglu bar að garði. Hún er í haldi lögreglu.

Rann­saka „al­var­legt at­vik“ á Edition

Lögreglan og sérsveit voru kölluð út á Edition-hótel í miðbæ Reykjavíkur í morgun vegna „alvarlegs atviks“ að sögn lögreglu. Aðgerðir standa enn yfir á fjórðu hæð hótelsins. 

Sig­fús Aðal­steins­son: Trömpistinn sem vill bjarga Ís­landi

Sigfús Aðalsteinsson varð ungur forstöðumaður á leikskóla en hætti eftir að hafa dregið sér fé og keypti skemmtistað í miðbænum. Hann er í dag fasteignasali en leiðir einnig fjöldahreyfingu þjóðernissinna sem hafa fengið sig fullsadda af streymi hælisleitenda til Íslands.

Hafa enga hug­mynd hve lengi segulómstækið verður ó­not­hæft

Talsmaður Landspítalans segir að ekkert sé vitað um hversu langan tíma eina segulómstækið á spítalanum á Hringbraut verður úr umferð en tækið sogaði í dag að sér skúringabúnað. Það getur verið mikið basl og afar kostnaðarsamt að slökkva og kveikja á segulómstæki.

Þór­dís kemur Þor­gerði til varnar: „Birtingar­mynd pólitískra öfga“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra, kemur arftaka sínum til varnar eftir að samtökin Þjóðfrelsi kærðu Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttir utanríkisráðherra fyrir landráð í tengslum við bókun 35. Hún kallar kæruna „ómerkilega árás“ gagnvart embætti utanríkisráðherra.

Loka fyrir færslur á Workplace í haust

Vinnustaðasamfélagsmiðillinn Workplace verður lagður niður á næsta ári. Í lok hausts verður ekki lengur hægt að birta nýjar færslur á miðlinum.

Sjá meira