Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Agnar Már Másson skrifar 6. desember 2025 12:02 „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn Sveinbjarnardóttir. Vísir/Vilhelm Þórunn Sveinbjarnardóttir, forseti Alþingis, biðst afsökunar á ummælum sínum á Alþingi í gær þar sem hún kallaði stjórnarandstöðuna „andskotans pakk“. Hún kveðst vera mannleg eins og annað fólk. „Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið. Alþingi Samfylkingin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Það var hvort tveggja óheppilegt og miður að þessi orð skyldu falla á leið minni út úr þingsalnum í gær og ástæða til að biðjast afsökunar á þeim,“ skrifar þingforsetinn í skriflegri yfirlýsingu til Vísis. Hún vildi ekki veita viðtal. Þórunn lét ófögur orð falla eftir að hún gerði hlé á þingfundi í gær. „Ég er komin með nóg. „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk,“ heyrðist Þórunn segja eftir að hún gerði tíu mínútna hlé á þingfundi og kallaði til fundar með þingflokksformönnum. Sagði hún þetta eftir að þingmenn stjórnarandstöðunnar höfðu stigið í stríðum straumi í ræðustól til þess að gagnrýna Eyjólf Ármannsson innviðaráðherra undir liðnum fundarstjórn forseta. Hitnað í kolunum „Svona getur gerst þegar hitnar í kolunum og forseti Alþingis er bara mannleg eins og annað fólk,“ skrifar Þórunn enn fremur í yfirlýsingunni. Vissulega hefur hitnað í kolunum á þinginu í vikunni. Allt ætlaði um koll að keyra á Alþingi á fimmtudag þegar þingmenn stjórnarandstöðunnar lýstu óánægju sinni með að Guðmundur Ingi Kristinsson, mennta- og barnamálaráðherra, hefði verið tekinn af lista yfir ráðherra sem sitja áttu fyrir svörum í óundirbúnum fyrirspurnartíma. Þeir ætluðu einmitt að spyrja hann út í embættisfærslur hans í máli skólameistara Borgarholtsskóla. Hann reyndist vera veikur. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra spurði þá forseta Alþingis hvort ekki væri hægt að „stoppa þetta.“ Ekki fyrstu ummælin sem vekja hneykslan Þetta er ekki í fyrsta sinn á stjórnmálaferli Þórunnar sem hún finnur sig knúna til að biðjast afsökunar á ófögru orðbragði. Árið 2010 bað hún fréttamann RÚV um að „segja frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér“ án þess að fatta að hún væri enn í beinni útsendingu. Fréttamaðurinn, Ægir Þór Eysteinsson, sem nú er upplýsingafulltrúi Utanríkisráðuneytisins, útskýrði á sínum tíma að þetta hafi mjög greinilega verið grín af hálfu Þórunnar en frændi fréttamannsins hafði reynt að trufla viðtalið.
Alþingi Samfylkingin Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira