Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Agnar Már Másson og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 26. nóvember 2025 20:00 Viðbraðgsaðilar á vettvagi, nokkrum húsum frá Hvíta húsinu. AP Tveir einkennisklæddir hermenn í þjóðvarðliði Bandaríkjanna eru í lífshættu eftir að hafa verið skotnir skammt frá Hvíta húsinu í miðbæ Washington D.C. rétt fyrir klukkan 20 á íslenskum tíma. Meintur árásarmaður hefur verið handtekinn en hann er einnig særður. Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti staðfestir þetta á samfélagsmiðlum. Kristi Noem heimavarnaráðherra segir að yfirvöld vinni náið með viðbragðsaðilum á svæðinu. Árásin átti sér stað rétt fyrir klukkan 15 að staðartíma. Tugir viðbragðsaðila eru á vettvangi skotárásarinnar, sem varð á gatnamótum 17th Street NW og I Street, sem er aðeins einni götu frá Hvíta húsinu. Lögreglan í borginni bendir fólki á að forðast svæðið. „Dýrið sem skaut þjóðvarðliðana tvo, sem báðir eru í lífshættu á sitthvorum spítalanum, er einnig afar sært, en mun þrátt fyrir það fá að gjalda afar þungt,“ skrifar þjóðarleiðtoginn á samfélagsmiðlinum Truth Social. Þyrla á vettvangi árásarinnar.AP „Guð blessi okkar frábæra þjóðvarðlið og alla í hernum og lögreglunni. Þetta er frábært fólk að sönnu. Ég, sem forseti Bandaríkjanna, auk allra annarra sem tengjast forsetaembættinu, er með ykkur!“ Rauða blaðran á kortinu merkir vettvang árásarinnar. Skjáskot/Google Maps Trump í Flórída Karoline Leavitte, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, segir í yfirlýsingu að ráðamenn séu meðvitaðir um málið og „fylgist grannt með þessu hörmulega ástandi.“ Leavitt segir enn fremur að forsetinn hafi verið upplýstur um málið en hann er staddur í heimaríki sínu, Flórída, þar sem hann heldur upp á þakkargjörðarhátíð Bandaríkjamanna. Umdeild viðvera þjóðvarðliða Viðvera þjóðvarðliða í Washington hefur verið umdeild. Trump ræsti þá út í ágúst til að stemma stigu við meinta glæpaöldu í borginni og lagði löggæslu í borgini undir alríkisstjórn. Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021. Í síðustu viku dæmdi dómari í Washington að ákvörðun Trumps væri líklegast ólögleg, einkum þar sem fjöldi þjóðvarðliða hafði verið ræstur út frá öðrum ríkjum. Dómarinn skipaði því Trump-stjórninni að draga þjóðvarðliðana til baka en réttaráhrifum var frestað til 11. desember. Frétt hefur verið uppfærð. Ath. Í fyrri útgáfu af fréttinni kom fram að hinn grunaði hefði verið felldur. Hið rétta er að hann hafi verið handtekinn, samkvæmt fjölmiðlum i Bandaríkjunum.
Þjóðvarðlið Bandaríkjanna er sérstakt hernaðarafl sem er bæði á forræði ríkja og forsetaembættisins. Liðið er einnig hluti af af varaliði Bandaríkjahers. Yfirleitt heyra þjóðvarðliðar undir ríkisstjóra og þeir ræstir út til að bregðast við náttúruhamförum en einnig borgaralegum óeirðum, eins og gert var víða í landinu í Black Lives Matter mótmælunum 2020. Forsetinn getur einnig ræst út þjóðvarðlið við sérstakt tilefni, svo sem gert var þegar ráðist var á þinghús Bandaríkjanna 6. janúar 2021.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira