Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel Orri Gunnarsson segir hraðan leikstíl Stjörnunnar henta sér vel og telur hann vænlegan til árangurs gegn Keflavík í kvöld. 17.10.2025 17:32
„Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Daníel Guðni Guðmundsson segir jákvætt að fá krefjandi leikjaplan í upphafi tímabils og er spenntur að máta Keflavíkurliðið við Íslandsmeistara Stjörnunnar í kvöld. Þar þurfi Keflvíkingar að hafa mjög góðar gætur á bakvörðum Stjörnunnar. 17.10.2025 15:46
Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram Jóhann Kristinn Gunnarsson verður næsti þjálfari kvennaliðs Þróttar í fótbolta, eftir að hafa stýrt liði Þórs/KA síðustu ár. 16.10.2025 15:03
„Nánast ómögulegt að sigra“ Pílukastarinn Alexander Veigar Þorvaldsson var ánægður með frammistöðu sína á HM ungmenna og segir að hún hefði dugað til sigurs gegn flestum á mótinu, en ekki Luke Littler. 16.10.2025 10:01
Rekinn eftir tapið gegn Færeyjum: „Algjörlega óafsakanlegt og ég axla fulla ábyrgð“ Eftir óvænt tap gegn Færeyjum hafa báðir landsliðsþjálfarar Tékklands verið reknir úr starfi. Aðalþjálfarinn axlar fulla ábyrgð og segist skilja ákvörðunina. 15.10.2025 16:32
„Sýndum þjóðinni hvað í okkur býr“ „Ég er bara feginn að við höfum náð að jafna og halda þetta út. Þetta var mjög erfitt“ sagði markaskorarinn Guðlaugur Victor Pálsson eftir 2-2 jafntefli Íslands gegn Frakklandi. Hann hefði viljað hjálp frá kollegum sínum í vörninni í fyrra marki Frakklands. 13.10.2025 21:52
„Eina skiptið sem við spilum almennilega í seinni hálfleik“ „Það er ekki oft sem maður nær í úrslit á móti einu besta liði heims. Þetta er aðeins önnur tilfinning en á föstudaginn“ sagði landsliðsfyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson glaður í bragði eftir 2-2 jafntefli Íslands við Frakkland í undankeppni HM. 13.10.2025 21:37
X-ið eftir leik: Frakkarnir lentu í tiki-taka köðlum Arnars Gunnlaugssonar Ísland gerði 2-2 jafntefli við Frakkland í háspennuleik á Laugardalsvelli og landsmenn tjáðu skoðanir sínar á samfélagsmiðlinum X. 13.10.2025 20:58
„Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. 10.10.2025 21:43
„Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. 10.10.2025 21:24