Stórgóð stemning hjá stuðningsmönnum Íslands í Sviss Mikið stuð og stórgóð stemning er á stuðningsmannasvæði íslenska landsliðsins fyrir leik kvöldsins gegn Sviss á Evrópumótinu í fótbolta. Aron Guðmundsson og Sindri Sverrisson gengu á íslenska aðdáendur og tóku stöðuna. 6.7.2025 15:30
EM í dag: Allt eða ekkert Nýjasti þátturinn af EM í dag var tekinn upp við Wankdorf leikvanginn í Bern, þar sem Ísland mætir heimaþjóðinni Sviss á Evrópumótinu í fótbolta í kvöld. Stelpurnar okkar verða að sækja til sigurs. 6.7.2025 11:43
Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Íslandsmótið í þríþraut fór fram við Laugarvatn í morgun og var hið fjölmennasta frá upphafi. Sigurður Örn Ragnarsson varð Íslandsmeistari sjöunda árið í röð og Brynja Dögg Sigurpálsdóttir tryggði Íslandsmeistaratitil á lokakaflanum. 5.7.2025 19:31
Breiðablik flýgur út á morgun: „Sama félag en mjög langt frá því að vera sama lið“ Breiðablik þurfti að sætta sig við jafntefli gegn Aftureldingu í gær og flýgur svo út á morgun til Albaníu fyrir leik liðsins gegn Egnatia í fyrstu umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Þjálfarinn Halldór Árnason segir þetta sannarlega sama félag, en alls ekki sama lið og Víkingur mætti fyrir ári síðan. 4.7.2025 14:32
Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli Framkvæmdum er ekki enn lokið á Laugardalsvelli þó völlurinn sjálfur sé tilbúinn. Vellinum var hliðrað og því þarf að hliðra ljóskösturum líka, ásamt því að auka birtustigið, sem hefur ekki staðist kröfur í langan tíma. 4.7.2025 13:01
Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Stuð og stemning var í Vestmannaeyjum um síðustu helgi þegar Orkumótið fór þar fram, eins og sjá má í þætti Sumarmótanna hér á Vísi og Sýn+. 4.7.2025 11:30
Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Nico Williams hefur hafnað boði um að ganga til liðs við Barcelona og skrifað undir tíu ára langan samning við uppeldisfélagið Athletic Club í spænsku úrvalsdeildinni. Williams var efins um að Barcelona gæti skráð hann í leikmannahópinn. 4.7.2025 10:12
Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Bardagaáhugamaðurinn mikli Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill halda upp á 250 ára sjálfstæðisafmæli þjóðarinnar með því að setja upp UFC bardaga í garði Hvíta hússins. 4.7.2025 09:05
Kristian að ganga til liðs við Twente Eftir að hafa verið settur í kælingu, neitað um klefa og bannað að æfa með aðalliðinu virðist Kristian Hlynsson vera að yfirgefa Ajax og ganga frá félagaskiptum til Twente í hollensku úrvalsdeildinni. 4.7.2025 08:26
Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Eftir að hafa verið dæmdur úr leik í Ármannshlaupinu í fyrradag hélt Arnar Pétursson sér innan brautarinnar í Akureyrarhlaupinu í gærkvöldi og hampaði Íslandsmeistaratitlinum í hálfmaraþoni. 4.7.2025 07:48