Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann

Hegðun fjögurra leikmanna Real Madrid, eftir sigurinn í sextán liða úrslitum gegn Atlético Madrid, er til rannsóknar hjá UEFA. Kylian Mbappé, Vinícius Junior, Antonio Rudiger og Dani Ceballos gætu verið dæmdir í leikbann fyrir ósæmandi hegðun.

Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni

Norski fjölskyldufaðirinn og hlaupaþjálfarinn Gjert Ingebrigtsen neitaði fyrir dómstólum ásökunum sem börn hans bera honum á hendur um líkamlegt og andlegt ofbeldi. Öll sjö börn hans munu bera vitni en aðeins eitt þeirra hefur opinberlega tekið hans hlið. Fyrsti þátturinn úr raunveruleikaseríu fjölskyldunnar var sýndur í dómsal í gær til að útskýra fjölskyldumynstrið.

Dag­skráin í dag: Landsleikjahlénu lýkur

Landsleikjahlénu lýkur formlega í dag og leikur Svíþjóðar og Norður-Írlands verður sýndur á Vodafone Sport. Þar má einnig finna leik í NHL deildinni. 

Evans farinn frá Njarð­vík

Evans Ganapamo hefur yfirgefið herbúðir Njarðvíkur fyrir lokaumferðina og úrslitakeppnina sem framundan er í Bónus deild karla. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari liðsins, segir bæði körfuboltalegar og ekki körfuboltalegar ástæður spila þar inn í en um sameiginlega ákvörðun sé að ræða.

Al­dís með níu mörk í naumum sigri

Aldís Ásta Heimisdóttir átti stórleik í 30-29 sigri sænsku deildarmeistaranna Skara gegn Kristianstad í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Boltastrákurinn orðinn þjóð­hetja og fer frítt á undanúrslitin

Þökk sé snöggum þankagangi er fimmtán ára gamli boltastrákurinn Noel Urbaniak orðin þjóðhetja í Þýskalandi, eftir að hafa átt hlut í marki gegn Ítalíu í gærkvöldi. Honum var síðan kippt aftur niður á jörðina í morgun þegar hann hóf störf sem starfsmaður í kebabverksmiðju, en getur látið sér hlakka til undanúrslitaleiksins sem hann fer frítt á.

Sjá meira