Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Kristján Örn Kristjánsson átti stórleik 45-27 í stórsigri Skanderborg á útivelli gegn Minaur Baia Mare. 11.11.2025 17:52
Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Brotist var inn á heimili Raheem Sterling á laugardaginn, í annað sinn á þremur árum. Í þetta sinn var hann sjálfur heima með fjölskyldu sinni. Þau sluppu öll óhult. 11.11.2025 17:18
„Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Notkun þyngdarstjórnunarlyfja, á borð við Ozempic, hefur aukist verulega undanfarin ár og þrátt fyrir að vera yfirleitt í toppformi er íþróttafólk alls ekki undanskilið. Yfirmaður hjá alþjóða lyfjaeftirlitinu vill banna slík lyf algjörlega en það mun taka að minnsta kosti tvö ár. 11.11.2025 07:01
Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Eftir afar umdeildan dóm í ensku úrvalsdeildinni um helgina mun loksins almennileg VARsjá meta hvort Liverpool menn höfðu rétt fyrir sér eða ekki, ásamt því að fara yfir öll hin furðulegu, fyndu eða fáránlegu atvikin um helgina. Lokasóknin fer svo yfir umferðina í NFL deildinni áður en ferð þeirra félaga er heitið til Nashville. 11.11.2025 06:02
Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Lionel Messi heimsótti Nývang, heimavöll Barcelona, í gærkvöldi og birti myndir af sér með tilfinningaríkum texta. Enginn háttsettur aðili hjá Barcelona vissi hins vegar af heimsókninni. 10.11.2025 23:18
Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Cole Palmer er greinilega umvafinn öflugu teymi lögfræðinga því hann er búinn að gera nánast allt sem tengist nafni hans eða ímynd að vörumerki. Þar með talið fagnið fræga, þar sem hann hjúfrar sér um axlir til að hlífa sér frá kulda. 10.11.2025 22:34
Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Ármann hefur aðeins unnið einn af fyrstu sjö leikjum tímabilsins í Bónus deild kvenna í körfubolta og liðið undirbýr sig alls ekki nógu vel fyrir leiki, að mati sérfræðings Körfuboltakvölds. 10.11.2025 21:46
Blikarnir taplausir á toppnum Breiðablik stefnir hraðbyri upp í úrvalsdeildina í körfubolta. Liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu í 1. deildinni og lagði Skallagrím að velli í Smáranum í kvöld, 111-104, eftir háspennuleik. 10.11.2025 21:06
Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Átta hafa verið handteknir og 1024 leikmenn í Tyrklandi hafa verið settir í bann meðan þeir sæta rannsókn vegna veðmála á fótboltaleiki. 10.11.2025 20:31
Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Íslendingaliðin Linköping og Kristianstad mættust í 25. umferð sænsku úrvalsdeildar kvenna í fótbolta. Alexandra Jóhannsdóttir lagði upp mark en María Catharina Ólafsdóttir Gros gerði gott betur. 10.11.2025 20:04