Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hug­myndir

Chelsea komst yfir snemma gegn Fulham og virtist ætla að vinna en fékk tvö mörk á sig mjög seint og tapaði leiknum. 1-2 lokaniðurstaða á Stamford Bridge. Fjórum stigum munar því enn á Chelsea og Liverpool í efsta sætinu en Fulham hefur nú jafnað Englandsmeistara Manchester City að stigum.

Sáu ekki til sólar en unnu samt

Nottingham Forest vann með einu marki gegn engu þegar Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn sem eru í harðri Meistaradeildarsætisbaráttu, hrikaleg niðurstaða fyrir Tottenham sem situr í neðri hluta deildarinnar og var að missa enn einn varnarmanninn í meiðsli.

Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum

Manchester City gerði 1-1 jafntefli gegn Everton á Etihad í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir jólafrí. Heimamenn komust yfir og fengu síðan tækifæri snemma seinni hálfleiks til að vinna leikinn, en Erling Haaland brenndi víti.

Tók „erfiðustu á­kvörðun ævinnar“ og fór til Valencia

Valencia hefur verið í miklum vandræðum það sem af er tímabils, liðið hefur nú sótt sér nýjan þjálfara. Carlos Corberan var keyptur út úr starfi sínu sem þjálfari West Bromwich Albion. Hann segir það erfiðustu ákvörðun lífs síns að fara frá enska félaginu.

„Ég elska NFL en jóla­dagur er okkar“

LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni.

Sjá meira