Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Ibrahim Turay og Alpha Conteh, leikmenn frá Síerra Leóne, eru gengnir til liðs við Stjörnuna. Þeir eiga báðir landsleiki fyrir Síerra Leóne, líkt og Steven Caulker, spilandi aðstoðarþjálfari Stjörnunnar. 13.8.2025 11:29
Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Heimir Guðjónsson og Dean Martin fá báðir eins leiks bann fyrir að stinga saman nefjum í leik FH og ÍA í gærkvöldi. Afturelding mun síðan missa þrjá lykilleikmenn út í næsta leik, vegna þess að aganefndin kemur aðeins saman á þriðjudögum. 12.8.2025 17:00
Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Jack Grealish, dýrasti leikmaður sem Manchester City hefur nokkurn tímann keypt, hefur verið lánaður til Everton. Lánssamningnum fylgir kaupmöguleiki sem hljóðar á um fimmtíu milljónum punda. 12.8.2025 15:50
Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Ronnie Stam, fyrrum fótboltamaður sem varð hollenskur meistari með Twente og spilaði með Wigan í ensku úrvalsdeildinni, hefur verið dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir eiturlyfjasmygl. Hann er sagður hafa verið mjög umsvifamikill í hollensku undirheimunum eftir að fótboltaferlinum lauk. 12.8.2025 14:32
Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Craig Pedersen hefur skorið íslenska landsliðshópinn fyrir EuroBasket niður um einn leikmann. Jaka Brodnik fer ekki með í æfingaferðina til Portúgal. Þrettán leikmenn eru nú eftir en aðeins tólf þeirra munu fara á EuroBasket. 12.8.2025 14:01
„Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Þegar þessi skrípaleikur fer af stað hérna á fertugustu mínútu hefðum við átt að vera búnir að klára leikinn“ sagði Lárus Orri Sigurðsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 tap gegn FH. Skagamenn byrjuðu leikinn mun betur og komust tveimur mörkum yfir, en svo hófst það sem Lárus kallar „skrípaleik.“ 11.8.2025 22:09
„Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Sigurður Bjartur Hallsson framherji FH var maður leiksins á Kaplakrikavelli, skoraði tvö mörk og tryggði sínum mönnum stigin þrjú gegn ÍA í Bestu deild karla. Hann var glaður en þreyttur eftir átökin í kvöld. 11.8.2025 21:51
Spánn skiptir þjálfaranum út Montse Tome mun ekki halda áfram störfum sem landsliðsþjálfari Spánar en samningur hennar rennur út um næstu mánaðamót. Sonia Bermudez stígur upp og tekur við eftir að hafa þjálfað yngri landslið Spánar undanfarin ár. 11.8.2025 17:18
Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Eftir áralangar tilraunir til að spila spænskan deildarleik í Bandaríkjunum lítur út fyrir að loksins verði af því í desember næstkomandi. Spænska knattspyrnusambandið samþykkti í dag að leikur Villareal og Barcelona fari fram í Miami. Nú á aðeins eftir að ganga frá formsatriðum og fá samþykki frá UEFA og FIFA. 11.8.2025 15:35
Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Meðan NBA stjörnur á borð við Luka Doncic, Nikola Jokic og Lauri Markkanen æfa og spila æfingaleiki með sínum landsliðum í undirbúningi fyrir EuroBasket hefur Giannis Antetokounmpo ekki tekið þátt í undirbúningi Grikklands, sem er talið vera vegna þess að hann er ótryggður hjá gríska körfuknattleikssambandinu. 11.8.2025 14:16