Íþróttafréttamaður

Ágúst Orri Arnarson

Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar

Arne Slot gerði tíu breytingar á liði Liverpool fyrir FA bikarleikinn sem tapaðist 1-0 gegn B-deildarliði Plymouth Argyle fyrr í dag. Hann sér ekki eftir því og segist ekki viss um að annars hefði leikurinn unnist.

Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tap­leiki á bakinu

Panathinaikos tapaði 2-0 gegn Aris á útivelli í grísku úrvalsdeildinni. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörninni, líkt og í bikarleiknum fyrr í vikunni sem tapaðist 1-0 gegn Olympiacos. Panathinaikos mætir Víkingi í umspili Sambandsdeildarinnar á fimmtudag.

Tvær þrennur í níu marka stór­sigri

Þór/KA vann 9-0 stórsigur gegn Tindastóli í fyrstu umferð Lengjubikars kvenna. KA sótti 0-1 sigur til Njarðvíkur í annarri umferð Lengjubikars karla.

Aston Villa á­fram en vond bikarvika fyrir Spurs

Aston Villa er komið áfram í sextán liða úrslit FA bikarsins eftir 2-1 sigur gegn Tottenham. Morgan Rogers lagði fyrra mark heimamanna listilega vel upp og skoraði síðan sjálfur í seinni hálfleik. Mathys Tel skoraði sitt fyrsta mark fyrir Tottenham.

Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guð­laugs Victors

Liverpool er úr leik í FA bikarnum eftir 1-0 tap í fjórðu umferð, á útivelli gegn B-deildarliðinu Plymouth Argyle. Íslenski landsliðsmaðurinn og fyrrum leikmaður Liverpool, Guðlaugur Victor Pálsson, kom inn af varamannabekknum og hjálpaði til við að halda marki Plymouth Argyle hreinu. 

Sjá meira