Bjarki skoraði fjögur mörk í mjög kaflaskiptum leik Bjarki Már Elísson skoraði fjögur mörk úr fimm skotum í stórskemmtilegum 30-27 sigri Veszprém á útivelli gegn Dinamo Búkarest í þriðju umferð Meistaradeildarinnar. 24.9.2025 18:35
Mættur heim í Hauka eftir erfið ár í Frakklandi Darri Aronsson er snúinn aftur heim í Hauka eftir þrjú ár í Frakklandi án þess að spila leik. Hann er loks farinn að æfa á ný og stefnir á að spila með liðinu í Olís deild karla í vetur. 24.9.2025 17:37
Spenntur að spila aftur í Vestmannaeyjum Kári Kristján Kristjánsson er orðinn leikmaður Þórs á Akureyri og mun spila sinn fyrsta leik á laugardaginn, gegn fyrrum félagi sínu ÍBV. Þrátt fyrir vondan viðskilnað er hann spenntur að mæta aftur til Vestmannaeyja. 24.9.2025 08:00
„Ekkert eðlilegt að hlaupa ósofin í allan þennan tíma“ Þórdís Ólöf Jónsdóttir hljóp tæpa þrjú hundruð kílómetra í bakgarðshlaupinu í Heiðmörk um helgina en ákvað þá að segja þetta gott, til að eyðileggja sig ekki alveg. Nú tekur við góð hvíld, enda allt kerfið í rugli. 23.9.2025 10:32
Sá þyngsti til að snúa sparki í snertimark Jordan Davis varð hetja Philadelphia Eagles í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Los Angeles Rams á lokasekúndu leiksins. Hann varð í leiðinni sá þyngsti í sögu NFL til að skora snertimark eftir spark andstæðingsins. 22.9.2025 17:16
Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Red Bull hefur formlega gengið frá brottrekstri fyrrum liðsstjórans Christian Horner með margra milljarða króna starfslokagreiðslu. Líklegt þykir að Horner nýti nýfengið fé til að eignast hlut í einhverju öðru Formúlu 1 liði. 22.9.2025 12:30
„Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Rúnar Kristinsson fékk fyrsta rauða spjaldið á þjálfaraferlinum þegar hann var rekinn af velli í 2-1 tapi Fram gegn Víkingi. Frammistaða dómaranna var honum líka efst í huga eftir leik. 21.9.2025 21:50
Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Víkingur vann 2-1 gegn Fram í fyrstu umferð efri hluta Bestu deildar karla. Víkingar komust yfir eftir vafasama vítaspyrnu, fengu svo á sig klaufalegt jöfnunarmark en Gylfi Þór Sigurðsson tryggði sigurinn með góðu skoti. 21.9.2025 18:32
Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Afturelding sótti mikilvægt stig til Vestmannaeyja með 1-1 jafntefli gegn ÍBV. Bæði mörkin voru skoruð beint úr aukaspyrnu en Eyjamenn eru eflaust svekktir að hafa ekki klárað leikinn áður en Afturelding fékk tækifæri til að jafna á lokamínútunum. 21.9.2025 15:17
Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Víkingur gulltryggði sæti sitt í efri hluta Bestu deildar kvenna með 4-0 sigri gegn FHL í lokaumferðinni. Shaina Ashouri átti stórleik og kom að öllum mörkum. 20.9.2025 16:00