Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Ólafur Andrés Guðmundsson gerði eitt mark og var tvisvar vikið af velli í tvær mínútur, þegar lið hans HF Karlskrona gerði 35-35 jafntefli gegn IK Sävehof . 26.12.2024 18:11
Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Jason Daði Svanþórsson skoraði sitt annað deildarmark á tímabilinu í 2-1 sigri Grimsby gegn Harrogate. 26.12.2024 17:48
Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Willum Þór Willumsson var í byrjunarliði Birmingham, sem vann 2-0 gegn Burton og komst upp í efsta sæti ensku C-deildarinnar, stigi ofar og með leik til góða á liðið fyrir neðan. 26.12.2024 17:38
Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Aston Villa tapaði 3-0 gegn Newcastle og Jhon Duran var rekinn af velli. Fimm fóru fimm leikir fram síðdegis í ensku úrvalsdeildinni. 26.12.2024 17:25
Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Chelsea komst yfir snemma gegn Fulham og virtist ætla að vinna en fékk tvö mörk á sig mjög seint og tapaði leiknum. 1-2 lokaniðurstaða á Stamford Bridge. Fjórum stigum munar því enn á Chelsea og Liverpool í efsta sætinu en Fulham hefur nú jafnað Englandsmeistara Manchester City að stigum. 26.12.2024 17:00
Sáu ekki til sólar en unnu samt Nottingham Forest vann með einu marki gegn engu þegar Tottenham Hotspur kom í heimsókn. Mikilvæg þrjú stig fyrir heimamenn sem eru í harðri Meistaradeildarsætisbaráttu, hrikaleg niðurstaða fyrir Tottenham sem situr í neðri hluta deildarinnar og var að missa enn einn varnarmanninn í meiðsli. 26.12.2024 17:00
Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Arne Slot mun í kvöld stýra liði Liverpool gegn Leicester, lærisveinum samlanda síns Ruud van Nistelrooy. Þeir hafa tvisvar áður mæst sem þjálfarar en þá í hollensku úrvalsdeildinni, Cody Gakpo skoraði í báðum leikjunum. 26.12.2024 15:32
Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Manchester City gerði 1-1 jafntefli gegn Everton á Etihad í fyrsta leik ensku úrvalsdeildarinnar eftir jólafrí. Heimamenn komust yfir og fengu síðan tækifæri snemma seinni hálfleiks til að vinna leikinn, en Erling Haaland brenndi víti. 26.12.2024 14:29
Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Valencia hefur verið í miklum vandræðum það sem af er tímabils, liðið hefur nú sótt sér nýjan þjálfara. Carlos Corberan var keyptur út úr starfi sínu sem þjálfari West Bromwich Albion. Hann segir það erfiðustu ákvörðun lífs síns að fara frá enska félaginu. 26.12.2024 13:02
„Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ LeBron James hefur unnið flesta leiki á jóladag í sögu NBA deildarinnar. Ellefti sigurinn skilaði sér gegn Golden State Warriors þegar Los Angeles Lakers unnu 115-113 í gær en þá fóru einnig leikir fram í NFL deildinni. 26.12.2024 11:23