

Íþróttafréttamaður
Ágúst Orri Arnarson
Ágúst Orri er íþróttafréttamaður á fréttastofu Sýnar.
Nýjustu greinar eftir höfund

„Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“
Benedikt Guðmundsson taldi ekki tímabært að svara því áður en tímabilið klárast hvort Tindastóll sé besta lið sem hann hefur þjálfað, en játaði ást sína á Sigtryggi Arnari Björnssyni.

Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands
The Puffin Run fór fram í rjómablíðu í Vestmannaeyjum í gær. Þetta var í áttunda sinn sem hlaupið er haldið og metþáttaka var í ár þegar 1334 kepptu. Heimamaðurinn Hlynur Andrésson setti brautarmet í frumraun sinni.

Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð
Oscar Piastri hjá McLaren vann sig upp úr fjórða sæti og fagnaði sigri í Miami kappakstrinum í Formúlu 1. Þetta var þriðji sigur Piastri í röð og vænkar stöðu hans verulega í efsta sæti heimslistans.

Lille bjargaði mikilvægu stigi
Hákon Arnar Haraldsson var nýfarinn af velli þegar Lille skoraði jöfnunarmarkið í 1-1 jafntefli gegn Marseille. Stigið var mikilvægt fyrir Lille sem er í harðri Meistaradeildarbaráttu.

Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“
Nik Chamberlain, þjálfari Breiðabliks, bað að heilsa Ástu Eir Árnadóttur, fyrirliða liðsins á síðasta tímabili, sem var að þreyta frumraun sína sem sérfræðingur í Bestu mörkunum í gærkvöldi.

Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli
Hörður Björgvin Magnússon var í leikmannahópi Panathinaikos í fyrsta sinn í tæp tvö ár, en kom ekki við sögu. Sverrir Ingi Ingason stóð vaktina í vörn Panathinaikos, sem vann 1-2 gegn AEK í næstsíðustu umferð grísku úrvalsdeildarinnar.

Bayern varð sófameistari
Lið Bayern Munchen sat heima í sófa og horfði á Freiburg tryggja þýska meistaratitilinn fyrir sig með jafntefli gegn Bayer Leverkusen.

Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark
Logi Tómasson kom Strömsgodset yfir snemma leiks í 1-2 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi Sigurðarson skoraði eina markið í 0-1 sigri Sandefjord gegn Tromsö.

Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni
Arsenal tapaði í fyrsta sinn á heimavelli gegn Bournemouth í gær. Tap sem Skytturnar þurfu ekki á að halda fyrir seinni undanúrslitaleikinn gegn PSG í Meistaradeildinni á miðvikudag, en ætla að nýta sér til góðs.

„Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“
HSÍ tilkynnti í gær um ráðningu Þóris Hergeirssonar til sambandsins sem ráðgjafa í afreksmálum. Hann verður í 30 prósent starfi en kveðst munu beita sér 100 prósent. Þá er hann stoltur af því að geta skilað af sér til íslensks handbolta.