Bayern Munchen fékk óvænt til sín stjörnuvarnarmann Stuttgart Hiroki Ito gekk til liðs við Bayern Munchen frá Stuttgart í dag. Hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins síðan Vincent Kompany tók við stjórnartaumunum og skrifaði undir fjögurra ára samning. 13.6.2024 23:30
Vill ekki spila á Wimbledon því það gæti skemmt undirbúning fyrir Ólympíuleikana Tenniskappinn Rafael Nadal hefur ákveðið að draga sig frá keppni á Wimbledon mótinu sem hefst 1. júlí. Á Wimbledon er spilað á grasi og Nadal vill frekar setja sína orku í að æfa á leirvelli til að ná sem bestum árangri á Ólympíuleikunum í sumar. 13.6.2024 23:00
Þorvaldur Orri kemur aftur til KR Þorvaldur Orri Árnason er genginn til liðs við KR og mun leika með liðinu í Subway-deild karla á næstu leiktíð. 13.6.2024 22:39
Undanúrslit Mjólkurbikarsins: Arnar Grétarsson fer á fornar slóðir og bikarmeistararnir fá Stjörnuna Dregið var í undanúrslit Mjólkurbikars karla í kvöld. Þar munu mætast KA og Valur annars vegar, Víkingur og Stjarnan hins vegar. 13.6.2024 21:59
Njarðvíkingar tylla sér á topp Lengjudeildarinnar Þrír leikir fóru fram í Lengjudeild karla í kvöld. Njarðvík tyllir sér á toppinn eftir sigur gegn ÍR. ÍBV sótti Gróttu heim og vann örugglega en Afturelding þurfti að hafa meira fyrir sínum sigri gegn Þrótti. 13.6.2024 21:50
Bolaði þjálfaranum burt en framlengdi svo ekki samninginn Edin Terzić sagði óvænt af sér í dag sem knattspyrnustjóri Borussia Dortmund aðeins tveimur vikum eftir að hafa leitt liðið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Ósætti við Mats Hummels er talin ástæðan, leikmaðurinn sagðist ekki vilja spila fyrir félagið undir hans stjórn, en hann vildi svo ekkert spila yfir höfuð. 13.6.2024 19:14
Hákon Þór fer á Ólympíuleikana í París Haglabyssuskyttan Hákon Þór Svavarsson mun keppa fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í París í sumar. 13.6.2024 18:08
Abraham vill snúa aftur til Englands og Roma vill festa kaup á Lukaku Enski framherjinn Tammy Abraham er talinn vilja snúa aftur til heimalandsins í sumar. Lið hans Roma vill losna við hann til að fjármagna kaup á Romelu Lukaku. 13.6.2024 18:01
Hjartnæm stund í Árbænum: Gestirnir gáfu sektarsjóðinn er Fylkismenn minntust fallins félaga Mörg hundruð manna mættu og mörg hundruð þúsund krónur söfnuðust í minningarleik Fylkismannsins Egils Hrafns Gústafssonar í gær. 12.6.2024 15:31
Körfuboltagoðsögnin Jerry West er látin Körfuboltagoðsögnin Jerry West féll friðsamlega frá á heimili sínu, 86 ára að aldri. 12.6.2024 14:21