Sjáðu snögga afgreiðslu João Felix og snilldartvennu Ronaldo Cristiano Ronaldo og João Felix voru á skotskónum þegar Portúgal endaði undirbúning sinn fyrir Evrópumótið með 3-0 sigri gegn Írlandi. 12.6.2024 13:30
Šeško ekki á förum frá Leipzig Slóvenski framherjinn Benjamin Šeško er ekki á förum og hefur skrifað undir nýjan samning við þýska félagið RB Leipzig. 12.6.2024 10:02
Sýking í litlu tá heldur Jon Rahm frá keppni á opna bandaríska Áttundi efsti kylfingur heimslistans, Jon Rahm, hefur dregið sig frá keppni á opna bandaríska meistaramótinu í golfi. 12.6.2024 07:00
Dagskráin í dag: Íslendingaslagur og úrslitaeinvígi NBA Mikið um að vera þennan miðvikudaginn á íþróttarásum Stöðvar 2 og Vodafone. Íslendingaslagur í sænsku úrvalsdeildinni, þriðji leikur úrslitaeinvígi NBA deildarinnar og úrslitaeinvígi í rafíþrótt beint frá Lundúnum. 12.6.2024 06:00
Toni Kroos: Yrði aðeins of klisjukennt að vinna EM en ég tæki því alveg Toni Kroos telur það sannarlega verða lygilegan endi ef hann lyftir Evrópumeistaratitlinum með þýska landsliðinu áður en hann leggur skóna á hilluna. 11.6.2024 23:00
Ten Hag heldur starfi sínu hjá Manchester United Eftir lokafundi tímabilsins hjá stjórnarmönnum Manchester United var ákveðið að Erik Ten Hag skyldi halda starfi sínu. 11.6.2024 21:29
Ronaldo með tvennu í lokaleiknum fyrir EM Portúgal endaði undirbúning sinn fyrir Evrópumótið með 3-0 sigri gegn Írlandi. Cristiano Ronaldo skoraði tvö frábær mörk. 11.6.2024 21:12
Dæmdur í bann fyrir að fleygja „fullum vatnsbrúsa í smettið á trommara“ Danijel Dejan Djuric, leikmaður Víkings í Bestu deild karla, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann og félagið sektað fyrir „vítaverða og hættulega“, „alvarlega og óíþróttamannslega“ hegðun eftir leik gegn Breiðablik á Kópavogsvelli. 11.6.2024 19:46
Will Still vill stilla áfram upp í Frakklandi Will Still hefur tekið við störfum sem aðalþjálfari RC Lens eftir að hafa verið látinn fara frá Stade de Reims. Ensku félögin Sunderland og Norwich sýndu honum mikinn áhuga en hann kaus að halda kyrru fyrir í Frakklandi. 11.6.2024 18:00
Sleikti sólina á snekkju en þurfti svo að drífa sig á EM Ian Maatsen hefur verið kallaður inn í hollenska landsliðshópinn fyrir Evrópumótið í Þýskalandi og mun því ekki lengur geta sleikt sólina á snekkju eins og hann hefur gert undanfarna daga. 11.6.2024 17:30