Fótbolti

Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Lærisveinar Postecoglou réðu illa við Antony.
Lærisveinar Postecoglou réðu illa við Antony. Joaquin Corchero/Europa Press via Getty Images

Igor Jesus skoraði bæði mörk Nottingham Forest í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Real Betis í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar.

Þetta var fyrsti Evrópuleikur Forest síðan á síðustu öld og Jesus steig upp eftir að liðið lenti undir.

Cédric Bakambu kom heimamönnum Real Betis yfir eftir stundarfjórðungsleik og stoðsendingu frá Antony.

Igor Jesus jafnaði aðeins þremur mínútum síðar og skoraði síðan aftur á 23. mínútu. Morgan Gibbs-White og Douglaz Luiz lögðu upp fyrir Brasilíumanninn sem hefur nú skorað fjögur mörk á tímabilinu.

Forest hélt forystunni heillengi en tókst ekki að taka stigin þrjú.

Antony skoraði jöfnunarmark fyrir Real Betis þegar aðeins fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma og þar við sat.

Önnur úrslit úr Evrópudeildinni

Sex aðrir leikir fóru fram á sama tíma í kvöld og tveir leikir fóru fram fyrr í dag.

Malmö tapaði 1-2 á heimavelli gegn Ludogorets. Daníel Tristan Guðjohnsen var í byrjunarliði heimamanna og spilaði allan leikinn en komst ekki á blað.

Nice vann 2-1 gegn Roma og miðvörðurinn Dante varð elsti leikmaður í sögu Evrópudeildarinnar, 41 árs gamall. 

Freiburg vann 2-1 gegn Basel í „Flugvallaslagnum“ svokallaða, milli tveggja liða frá borgum í sitt hvoru landinu sem deila samt flugvelli.

Braga vann 1-0 gegn Feyenoord.

Dinamo Zagreb vann 3-1 gegn Fenerbahce.

Rauða Stjarnan gerði 1-1 jafntefli við Celtic.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×