Porzingis klár í kvöld og spenntur fyrir úrslitaeinvígi gegn gömlu félögunum Kristaps Porzingis var eitt sinn vonarstjarna Dallas Mavericks. Það ævintýri gekk ekki upp og nú leikur hann til úrslita gegn liðinu með nýjum félögum sínum í Boston Celtics. Hann hefur verið meiddur að undanförnu en verður klár í kvöld fyrir fyrsta leik úrslitaeinvígisins. 6.6.2024 21:30
Holland hitaði upp fyrir Ísland með stórsigri gegn Kanada Holland hóf undirbúning sinn fyrir EM og hitaði upp fyrir slaginn gegn Íslandi með öruggum 4-0 sigri gegn Kanada í kvöld. 6.6.2024 20:42
Fjölnir fagnaði öruggum sigri og situr í efsta sæti deildarinnar Fjölnir vann öruggan 4-2 sigur gegn Njarðvík og tyllti sér á toppinn í Lengjudeild karla. 6.6.2024 20:05
Martínez dreymir um Ólympíugull en Aston Villa meinar honum þátttöku Markverði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni, Emiliano Martinez, dreymir um gullverðlaun með argentínska landsliðinu á Ólympíuleikunum en segir félagið standa í vegi fyrir för hans til Parísar. 6.6.2024 19:31
„Viljum koma hingað og ná í úrslit, það verður erfitt en það er allt hægt“ „Frábær völlur og gaman að spila svona leiki en auðvitað erum við ekki hér í einhverri skoðunarferð,“ sagði Jóhann Berg Guðmundsson landsliðsfyrirliði eftir æfingu á Wembley í dag. Ísland spilar vináttuleik gegn Englandi á morgun. 6.6.2024 18:45
Martin ekki meira með á tímabilinu en Alba Berlin komst í úrslit Martin Hermannsson mun ekki spila meira á tímabilinu vegna meiðsla í kálfa en liðsfélagar hans í Alba Berlin komust áfram í úrslitaeinvígi þýsku úrvalsdeildarinnar með 97-84 sigri gegn Niners Chemnitz í kvöld. Alba mun leika til úrslita gegn Bayern Munchen. 6.6.2024 18:42
Miklar breytingar framundan á bílum í Formúlu 1 Alþjóðakstursíþróttasambandið, FIA, hefur kynnt reglubreytingar á bílasmíðum í Formúlu 1 sem munu taka gildi árið 2026. Bílar verða smærri, léttari, liprari og munu ganga fyrir allt að helmings raforkuafli. 6.6.2024 17:30
Skyggnst bak við tjöldin á Stöð 2 Sport: Rafmagnið sló út í úrslitaeinvígi Subway deildarinnar Það þarf heilt þorp til að ala upp barn og lítið minna dugir til að halda úti beinni útsendingu á íþróttaviðburðum. Hetjurnar sem vinna bakvið tjöldin eiga allt hrós skilið fyrir að veita áhorfendum þá stórkostlegu íþróttaupplifun sem birtist í Besta Sætinu á Stöð 2 Sport. 6.6.2024 09:00
Viktor ekki á förum frá Nantes: „Kitlaði alveg egóið að heyra þetta“ Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörður og leikmaður Nantes í Frakklandi, kannast ekki við orðróma um að hann sé á förum frá félaginu. Einbeiting hans er öll á að komast aftur inn á völlinn, verkjalaus. 5.6.2024 17:31
Víkingur hefði átt að fá víti: „Ég skil ekki hvernig hann sér þetta ekki“ Víkingur vann 5-2 sigur á Fylki um síðastliðna helgi. Dómari leiksins hlaut töluverða gagnrýni fyrir að sjá ekki Aron Elís handleika boltann áður en hann jafnaði leikinn 1-1. Mistök geta hins vegar alltaf gerst og það er nokkuð ljóst að mati Stúkunnar að Víkingur hefði átt að fá víti skömmu síðar. 5.6.2024 15:30
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent