

Andri Eysteinsson
Nýjustu greinar eftir höfund

Sviss kaupir 4,5 milljón skammta af bóluefni Moderna
Svissneska ríkisstjórnin tilkynnti í dag að samningar hefðu náðst við bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna um kaup á 4,5 milljón skömmtum af bóluefninu sem Moderna vinnur nú að, fyrirvari er settur í kaupin um að bóluefnið virki sem skyldi.

Ísland yfir mörkum en fer samt ekki á rauða lista Norðmanna
Þrátt fyrir að nýgengi kórónuveirusmita hér á landi sé yfir mörkum sem Norðmenn miða við verður Ísland ekki á rauðum lista ríkisstjórnarinnar vegna kórónuveirunnar. Íslendingar munu því ekki þurfa að fara í 10 daga sóttkví við komuna til gömlu herraþjóðarinnar.

Aðdróttanir um að starfsmenn Vegagerðarinnar hygli fyrrum vinnustöðum fráleitar
Vegagerðin hefur gefið út yfirlýsingu eftir að kærunefnd útboðsmála felldi úr gildi ákvörðun Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og Kópavogsbæjar um val á þátttakendum í forvali hönnunarsamkeppni um brú yfir Fossvog.

Ítalir hóta að banna Ryanair vegna meintra brota á sóttvarnareglum
Ítölsk flugmálayfirvöld, ENAC, hafa hótað að banna flugvélum Ryanair að fljúga um ítalska lofthelgi og segja írska flugfélagið þráast við að fylgja reglum sem settar voru til að takast á við faraldur kórónuveirunnar.

Banna sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna
Yfirvöld í mexíkóska ríkinu Oaxaca hafa ákveðið að leggja blátt bann við sölu skyndibita og sykraðra drykkja til barna. Banninu er ætlað að stuðla gegn offitu og sykursýki á meðal barna sem er mikið vandamál í norður-ameríkuríkinu.

„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“
Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum.

Saur og sprautunálar biðu starfsmanna frístundaheimilis eftir sumarfrí: „Opnum neyslurými strax“
Starfsmenn frístundaheimilis í Reykjavík fengu heldur óblíðar móttökur þegar komið var aftur til vinnu eftir sumarfrí. Hafði húsnæði frístundaheimilisins verið notað af sprautufíklum sem skilið höfðu eftir sprautunálar, saur og verkfærakistu fulla af þvagi

Viðurkenndi öðru sinni að hafa myrt ríkisstjórann
Öfgamaðurinn Stephan Ernst hefur viðurkennt öðru sinni en nú frammi fyrir dómara í Frankfurt að hafa myrt stjórnmálamanninn Walter Lübcke, fyrrverandi ríkisstjóra þýska sambandsríkisins Hesse.

Rafmagn komið aftur á í Eyjafirði
Tekist hefur að koma rafmagni á til allra notenda sem urðu fyrir truflun eftir að útleysing spennis í tengivirkinu á Rangárvöllum olli rafmagnsleysi í Eyjafirði

Hraðatakmarkanir ekki virtar á götum með nýlögðu malbiki
Sérfræðingur hjá Samgöngustofu segir að þangað hafi borist fjöldi ábendinga þess efnis að ökumenn virði ekki hraðalækkanir þar sem nýlega hefur verið malbikað.