„Ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum“ Andri Eysteinsson skrifar 6. ágúst 2020 11:30 Grímur hafa verið mikið milli tannana á fólki undanfarið. Getty Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Ávinningur er af því að nota grímur út í samfélaginu ef grímurnar eru rétt notaðar en ef fjarlægðartakmörkunum er viðhaldið eru grímur í raun belti með axlaböndum að sögn Jóns Magnúsar Jóhannessonar deildarlæknis á Landspítalanum. Svar Jóns við spurningunni „Hafa rannsóknir sýnt að andlitsgrímur komi í veg fyrir að fólk smiti og/eða smitist af COVID-19 og skiptir þá máli hvernig grímur eru notaðar?“ var birt á Vísindavefnum í dag. Jón segir að fjarlægðartakmörkun sé besta leiðin til að koma í veg fyrir smit. Með takmörkun fjarlægðar verði andlitsgrímur óþarfa viðbót með tilheyrandi kostnaði og óþægindum. „Grímur eiga ekki að koma í stað tveggja metra reglunnar eða annarra leiða til að tryggja fjarlægð á milli fólks. Aðeins skal nota grímu þegar ekki er hægt að viðhalda tveggja metra reglunni,“ segir í svarinu. Jón fer þá einnig yfir rétta aðferð til að bera andlitsgrímur til varnar gegn COVID-19. Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu). Í svarinu kemur fram að andlitsgrímur geti, samkvæmt niðurstöðum rannsókna, komið í veg fyrir COVID-19 séu þær notaðar við ákveðnar aðstæður og á réttan hátt. Þær grípi yfirgnæfandi meirihluta dropa frá öndunarfærum og varna því að þeir berist lengra. Bæði geti grímur stöðvað dropa sem manneskja gefur frá sé og þá sem berast til hennar frá vitum annarra. Helsti ókosturinn við almenna notkun gríma sé sú að þær geti veitt til falskrar öryggistilfinningar og leiði til þess að fólk slaki á tveggja metra reglunni. Takmarkanir á fjarlægð og almenn smitgát líkt og handþvottur sé öflugasta vörnin við veirunni.
Hendur þurfa að vera hreinar áður en gríma er sett á. Gríman þarf að hylja nef og munn. Ekki má snerta sjálfa grímuna eftir að hún er komin á. Ekki ætti að taka grímuna niður nema næsti einstaklingur sé í minnst tveggja metra fjarlægð. Aðeins á að snerta böndin þegar gríma er tekin niður, henni skal fleygja á öruggan hátt og hendur þvegnar að því loknu. Ef nota þarf grímu í langan tíma á að skipta reglulega til að koma í veg fyrir rakamettun (á sérstaklega við um einnota grímur). Fjölnota grímur þarf að þvo daglega (aðferð fer eftir gerð grímu).
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira