Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Björg Ásta Þórðardóttir hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins en hún tók við í apríl síðastliðnum. Tryggvi Másson verður nýr framkvæmdastjóri, sá þriðji frá því að Guðrún Hafsteinsdóttir varð formaður flokksins. 25.11.2025 13:06
Ítalski baróninn lagði landeigendur Hæstiréttur staðfesti í gær landamerki jarðarinnar Drangavíkur í Árneshreppi gagnvart jörðunum Engjanesi, Ófeigsfirði og Laugalandi í máli eigenda Drangavíkur á hendur ítalska baróninum Felix von Longo-Liebenstein, eiganda Engjaness, og fleirum, sem fóru með sigur af hólmi á öllum dómstigum. Tveir af fimm dómurum í málinu skiluðu sératkvæði og töldu að fallast hefði átt á kröfur eigenda Drangavíkur í öllu verulegu. 25.11.2025 11:31
Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Þórarinn Hjartarson, sem heldur úti hlaðvarpinu Einni pælingu, skilur ekkert í kröfu Fjölmiðlanefndar um að hann skrái hlaðvarpið sem fjölmiðil. Hann telur hlaðvarpið ekkert eiga skylt við starfsemi fjölmiðla, enda sé miklu frekar um upplesna skoðanapistla að ræða en fréttir. 24.11.2025 12:15
Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi leyfi fyrir stækkun Sigöldustöðvar. Ástæðan er sú að áhrif stækkunarinnar á gæði vatns voru ekki metin í umhverfismati stækkunarinnar. 21.11.2025 16:50
Helga Margrét tekur við af Króla Helga Margrét Höskuldsdóttir er nýr spyrill í Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, sem hefst á Rúv í janúar. Helga Margrét tekur við keflinu af Kristni Óla Haraldssyni, Króla, sem hefur verið spyrill undanfarin tvö ár. 21.11.2025 15:27
Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Samkeppniseftirlitið hefur veitt Ölgerðinni grænt ljós á 3,5 milljarða króna kaup á Gæðabakstri ehf. 21.11.2025 14:45
Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. 21.11.2025 12:57
Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra stefnir á að mæla fyrir samgönguáætlun í byrjun desember. Hann kveðst ekki eiga von á að áætlunin verði afgreidd áður en Alþingi fer í jólafrí. 21.11.2025 11:58
Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Dómur ungs karlmanns, sem játaði líkamsárás á Hafnartorgi í Reykjavík árið 2021, hefur verið ómerktur af Landsréttir og vísað aftur heim í hérað. Það var gert vegna tölvubréfs dómara til verjanda þar sem dómarinn lýsti því yfir að hann teldi hæpið að heimfæra brot mannsins undir ákvæði hegningarlaga um minni háttar líkamsárás. 21.11.2025 11:27
Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Landsréttur hefur staðfest sex ára dóm Jóns Inga Sveinssonar, höfuðpaurs þaulskipulagðs og umfangsmikils fíkniefnahóps, í Sólheimajökulsmálinu svokallaða en mildað dóma annarra. 20.11.2025 16:31