Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Georgíumaðurinn Rati Andronikashvili, sem á að baki yfir áttatíu landsleiki, er með stórmótareynslu og nokkur tímabil í efstu deild á Spáni undir beltinu, er orðinn leikmaður Bónus deildar liðs Álftaness. 25.11.2025 10:21
Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golfsamband Íslands hefur sett sér nýja stefnu til ársins 2030 í stað fyrri stefnu sem átti að gilda til ársins 2027. Stöðug fjölgun skráðra kylfinga spilar þar stóra rullu en aðstaðan á höfuðborgarsvæðinu er sprungin að sögn forseta sambandsins. 25.11.2025 08:02
Pep skammast sín og biðst afsökunar Pep Guardiola, þjálfari enska úrvalsdeildarfélagsins Manchester City, segist skammast sín fyrir framkomu sína gagnvart myndatökumanni eftir tap liðsins gegn Newcastle United á laugardaginn síðastliðinn. 24.11.2025 16:46
McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor sá sinn eigin dauðdaga í gegnum upplýsandi meðferð þar sem að hann segist hafa fundið guð. 24.11.2025 10:21
Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Heimir Hallgrímsson hefur hrifist af þeim skrefum sem íslenska landsliðið hefur tekið undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar, hann segir þó vanta kjöt á beinin hjá liðinu. 24.11.2025 09:30
Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Handboltaþjálfarinn Guðmundur Guðmundsson, hleður nú batteríin hér heima á Íslandi og íhugar næstu skref á sínum ferli. Hann lokar ekki á neitt og segir það líka koma til greina að gera eitthvað allt annað en að þjálfa handbolta. 22.11.2025 09:01
Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Nú dregur nær fyrsta leik Íslands á HM kvenna í handbolta. Lovísa Thompson mun þar taka þátt á sínu fyrsta stórmóti en leiðin fram að því hefur verið þyrnum stráð og einsetur hún sér að njóta hvers dags. 21.11.2025 16:57
Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Heimir Hallgrímsson hefur á skömmum tíma í starfi sem landsliðsþjálfari Írlands upplifað bæði strembna og sigursæla tíma. Þegar illa gekk flugu fúkyrði um hann í fjölmiðlum og kaldhæðin skot er beindust að menntun hans grasseruðu, væntanlega í þeim tilgangi að gera lítið úr honum sem landsliðsþjálfara. 20.11.2025 07:30
„Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Heimir Hallgrímsson segir undanfarna daga hafa verið eina gleðisprengju, töfrum líkastir og samgleðst hann með írsku þjóðinni eftir að Írland tryggði sér sæti í umspili fyrir HM í fótbotlta. Á svona dögum gleymast erfiðu dagarnir sem höfðu á undan gert vart um sig þegar ekki gekk eins vel. 19.11.2025 15:05
Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sarina Wiegman, landsliðsþjálfari enska kvennalandsliðsins í fótolta, hefur nú svarað fullyrðingum sem Mary Earps, fyrrverandi markvörður landsliðsins setti fram um ákvörðun sína að hætta spila fyrir landsiðið í nýútkominni ævisögu sinni. 18.11.2025 17:17