Margt hafi gerst á bakvið tjöldin: „Ég var hissa en samt ekki að sjá hann fara“ Dagný Brynjarsdóttir, leikmaður West Ham United á Englandi, segir síðasta tímabil hafa verið sitt besta hjá félaginu. Gengi liðsins hafi hins vegar mátt vera betra en það endaði með því að þjálfari þess hafi verið látinn fara. 30.6.2023 08:30
Óskar upplifir andstæðinga Blika kokhrausta: „Ekki fyrstir til þess að gera það“ Það ræðst á föstudagskvöld hvort það verður hlutskipti Breiðabliks eða Buducnost frá Svartfjallalandi að spila í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Liðin eiga sér stutta en hatramma sögu og mætast í hreinum úrslitaleik í forkeppni Meistaradeildarinnar á Kópavogsvelli. 29.6.2023 23:00
Koma Arons sé stór yfirlýsing til andstæðinga Víkinga: „Bestur í deildinni á sínum degi“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Bestu deildar liðs Víkings Reykjavíkur, segir nýjan leikmann félagsins Aron Elís Þrándarson besta leikmann deildarinnar á sínum degi. Koma hans til Víkings feli í sér yfirlýsingu frá félaginu til andstæðinga sinna. 27.6.2023 20:30
Þurfi að sýna grimmd gegn lítt þekktum andstæðingi: „Á svo margt eftir að gerast“ Stemningin er góð í herbúðum karlaliðs Breiðabliks í fótbolta sem hefur vegferð sína í Evrópu í dag á heimavelli gegn Tre Penne frá San Marínó. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, hefur þurft að nýta sér krókaleiðir til þess að afla sér upplýsingar um andstæðinginn en segist hafa góða mynd af því sem er í vændum. 27.6.2023 12:30
Plötusnúðsferillinn á ís hjá nýjasta atvinnumanni Íslands Íslenski landsliðsmaðurinn í handbolta, Stiven Tobar Valencia er fyrsti Íslendingurinn til þess að semja við portúgalskt félagslið. Hann ætlar að stimpla sig strax inn sem leikmaður Benfica. 27.6.2023 08:00
Geta unnið sinn fimmta leik í röð í kvöld: „Þurfum að vera ofan á í baráttu og vilja“ Athyglisverð viðureign mun eiga sér stað á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í kvöld þegar spútniklið deildarinnar til þessa, nýliðar FH, taka á móti Þrótti Reykjavík. Ljóst er að sigri annað hvort liðið í kvöld, þá mun það lið lyfta sér upp í 3. sæti deildarinnar. 26.6.2023 12:15
Hluti af starfinu að setja gott fordæmi: „Minnsta sem maður getur gert“ Íslenski atvinnu- og landsliðsmaðurinn í fótbolta, Jón Daði Böðvarsson, segir það mikilvægt fyrir sig í sinni grein að setja gott fordæmi og vera fyrirmynd fyrir yngri kynslóðina. 23.6.2023 16:15
Valur staðfestir komu Antons: Mun sinna þremur stöðum innan félagsins Anton Rúnarsson hefur verið ráðinn yfirþjálfari yngri flokka Vals í handbolta en auk þess verður hann aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla sem og leikmaður liðsins. Allt þetta staðfestir Valur í tilkynningu. 23.6.2023 16:02
„Ummæli mín sverta ekki íslenska knattspyrnu, svona dómgæsla gerir það“ Knattspyrnudeild ÍBV hefur verið látið sæta sekt að upphæð 100 þúsund krónum vegna opinberra ummæla formanns knattspyrnudeildar félagsins, Daníels Geirs Moritz, sem eru talin vega að heiðarleika og heilindum dómarans í leik Vals og ÍBV í Bestu deild kvenna í síðasta mánuði. 23.6.2023 15:39
Sér mörk og stoðsendingar í Arnóri: „Þurfum á mörkum að halda“ Jon Dahl Tomasson, knattspyrnustjóri Blackburn Rovers, er spenntur fyrir komu íslenska landsliðsmannsins Arnórs Sigurðssonar til félagsins. 23.6.2023 11:30