Mjög stutt í að Sveindís Jane snúi aftur Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 10:00 Sveindís Jane er ein af okkar bestu fótboltakonum og bíða margir spenntir eftir endurkomu hennar á fótboltavöllinn Vísir/Arnar Halldórsson Það er mjög stutt í að við fáum að sjá íslensku landsliðskonuna Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Wolfsburg, aftur inn á knattspyrnuvellinum eftir meiðslahrjáða mánuði. Þessi öflugi leikmaður hefur ekki setið auðum höndum þrátt fyrir að hafa ekki geta' sinnt atvinnu sinni að fullu að undanförnu. Hún er rithöfundur nýrrar barnabókar sem kom út núna fyrir jólin. Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“ Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira
Sveindís varð fyrir því óláni að meiðast í landsliðsverkefni með Íslandi í september síðastliðnum og hefur hún því nú verið fjarri fótboltavellinum í rúma þrjá mánuði. Nú hefur liðið smá tími síðan að við sáum þig síðast inn á vellinum. Hver er staðan á þér í dag? „Hún er mikið betri núna en þegar að ég datt út í september,“ segir Sveindís Jane. „Ég hef eiginlega eingöngu verið að taka hlaupaæfingar síðan þá. En er öll að koma til núna og ætti verða klár í slaginn eftir áramót.“ Sveindís hefur verið að glíma við rifu í hnésininni og því hefur það tekið sinn tíma að jafna sig af því. Þetta meiðslatímabil hefur tekið á fyrir Sveindísi. „Þetta lítur betur út núna. Rifan mun minni en hún var fyrst. Það er búið að vera ógeðslega erfitt að mega ekki æfa á fullu og geta þar af leiðandi ekki spilað leiki. Ég hef þó verið að nýta tímann vel í að vinna í mínum styrk og ég tel það hafa hjálpað mér mikið. Vonandi mun það gefa mér þetta extra inn á vellinum.“ Góðu fréttirnar eru þær að Sveindís er smám saman búin að vera taka meiri þátt í æfingum með Wolfsburg núna fyrir jólin. „Ég fékk að æfa með liðinu síðustu vikurnar fyrir jólafrí. Þar tók ég þátt í upphitun og sendingaræfingum. Þetta er allt að koma og planið er það að ég geti verið með að fullu þegar að ég fer aftur til Þýskalands eftir jólafríið. Það er mjög stutt í þetta.“ Sveindís Jane í leik með WolfsburgVísir/Getty Það eru náttúrulega mikilvægir landsleikir framundan hjá íslenska kvennalandsliðinu gegn Serbíu í umspili A-deildar Þjóðadeildarinnar undir lok febrúarmánaðar á næsta ári. Þú væntanlega stefnir á að geta hjálpað liðinu þar? „Já, auðvitað. Þetta eru ótrúlega mikilvægir leikir fyrir okkur. Við þurfum að vinna þá og halda okkur í A-deildinni. Það er mikið undir og ég vona svo sannarlega að ég geti spilað og hjálpað liðinu að halda sæti sínu í deildinni sem við eigum heima í.“ Saga af stelpu í fótbolta En það er ekki eins og þessi öfluga fótboltakona hafi setið auðum höndum þrátt fyrir að geta ekki nýtt sína aðalhæfileika inn á knattspyrnuvellinum. Hún hefur nýtt sköpunargáfu sína á öðru sviði og í aðdraganda jóla kom út bókin Sveindís Jane: Saga af Stelpu í fótbolta. Og gátu aðdáendur Sveindísar fengið að bera hetjuna sína augum og fengið áritað eintak af bókinni í Hagkaup í Smáralind í dag. Sveindís tekur þátt í jólabókaflóðinu þetta árið með þessari stórskemmtilegu barnabókVísir/Arnar Halldórsson „Þetta er bara geggjað. Mér finnst þetta bara skemmtilegt. Að prófa nýtt hlutverk. Ég er einnig mjög sátt með útkomuna á bókinni.“ En fyrir þau sem ekki vita, um hvað fjallar þessi bók? „Þetta er bók sem tekur fyrir yngri árin hjá mér. Þegar að ég byrjaði að æfa fótbolta um átta ára aldur sem telst kannski frekar seint núna. Bókin geymir blöndu af frásögn á sannsögulegum atburðum og smá skálduðu efni sem ég nota til þess að krydda aðeins upp á söguna.“ Hún hafði í nógu að snúast við að árita bækur fyrir spennta aðdáendur sína í Hagkaup í Smáralind í gær.Vísir/Arnar Halldórsson Hefur rithöfundurinn alltaf blundað í þér? „Nei ekkert svoleiðis. En Sæmundur útgefandinn minn hafði samband við mig á sínum tíma fyrir ári síðan og vildi athuga hvort ég hefði áhuga á því skrifa svona bók. Við hjálpuðumst að með það. Þetta hefur verið ótrúlega gaman.“
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - Víkingur | Víkingar á mikilli siglingu Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnukonur geta komist upp í fjórða sæti en Framarar í fallhættu Í beinni: Þór/KA - Þróttur | Bæði lið með vindinn í fangið Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Sjá meira