Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Glæstur sigur þrefalda heimsmeistarans Max Verstappen, ökuþórs Red Bull Racing, í Brasilíu um síðastliðna helgi, sér til þess að hann getur gulltryggt sinn fjórða heimsmeistaratitil í næstu keppnishelgi mótaraðarinnar sem fram fer í Las Vegas. 7.11.2024 16:02
Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1, Bretinn Lewis Hamilton, mun klára tímabilið með Mercedes. Þetta staðfestir liðið eftir að hávær orðrómur fór á kreik um að leiðir myndu skilja fyrir lok tímabilsins. 7.11.2024 15:01
Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Það er ekki bara íslenska kvennalandsliðið sem á verkefni í forkeppni EuroBasket í kvöld. Körfuboltadómarinn Davíð Tómas Tómasson mun dæma leik Finnlands og Slóveníu sem fer fram í Helsinki. 7.11.2024 13:32
Ragnar ráðinn til AGF Ragnar Sigurðsson hefur verið ráðinn þjálfari undir sautján ára liðs AGF í Danmörku. 7.11.2024 12:05
Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Tindastóll tekur á móti Stjörnunni í fyrsta leik sjöttu umferðar Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Þetta eru tvö heitustu lið landsins um þessar mundir og hefur Stjarnan enn ekki tapað leik í deildinni. Baldur Þór Ragnarsson, þjálfari liðsins, þekkir vel til Tindastóls og Sauðárkróks og er spenntur fyrir því að stíga inn í Síkið í kvöld. 3.11.2024 12:15
Um þrjú hundruð vörubílsfarmar af efni: „Engu keyrt í burtu“ Fyrsta skref í uppbyggingu Laugardalsvallar gengur vel og er á áætlun. Formaður KSÍ segir stefnuna svo að byggja völlinn enn frekar upp og enda með mannvirki sem við getum verið stolt af. 3.11.2024 10:01
Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Líkt og við sögðum ykkur frá í gær ganga framkvæmdir við Laugardalsvöll vel og stefnt er að því að leika fyrsta leik á honum í júní á næsta ári. Grasvallatæknifræðingur sem er KSÍ innan handar segir það aðeins munu taka um sex vikur frá sáningu vallarins, sem ráðgert er að fari fram í mars, þar til að hann verður leikhæfur. 2.11.2024 10:47
Laugardalsvöllur eins og þú hefur aldrei séð hann áður Góður gangur er á framkvæmdum við þjóðarleikvang okkar Íslendinga í fótbolta, Laugardalsvöll. Við litum við og tókum stöðuna á framkvæmdunum í dag og þar tók Ívar Fannar Arnarsson, tökumaður, meðfylgjand myndir. 1.11.2024 16:22
Láki samdi við strák sem er nú einn heitasti framherji Evrópu Viktor Gyökeres er eftirsóttasti framherji heims um þessar mundir og Þorláki Árnasyni óraði ekki fyrir því á sínum tíma, þegar að hann samdi við kappann í Svíþjóð, að hann myndi ná svona langt á sínum ferli. 1.11.2024 08:01
Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Fyrrum heimsmeistari ökuþóra í Formúlu 1, Bretinn Damon Hill, gagnrýnir ríkjandi heimsmeistara, Hollendinginn Max Verstappen harðlega fyrir tilburði hans í Mexíkó kappakstrinum um síðastliðna helgi og líkir honum við illmennið Dick Dastardly út teiknimyndaþáttunum Vaskir vagnar (e.Wacky Races.) 31.10.2024 14:32