Íþróttafréttamaður

Aron Guðmundsson

Aron fjallar um íþróttir fyrir Vísi og Stöð 2.

Nýjustu greinar eftir höfund

Spurðu hvort Frið­rik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði

Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslu­mikli og sigur­sæli, Frið­rik Ingi Rúnars­son, yrði næsti þjálfari kvenna­liðs Kefla­víkur í körfu­bolta. Hann er fullur til­hlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Frið­rik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karla­liði. Hann segir hins vegar á­kveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvenna­liðs Kefla­víkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tíma­bili.

„Fylgir því því­lík sæla að koma hingað aftur“

Hópur kylfinga var mættur að leika sinn dag­lega hring á Húsa­tófta­velli í ná­greni Grinda­víkur í gær en völlurinn var opnaður á nýjan leik á sunnu­daginn síðast­liðinn eftir ó­vissu sökum jarð­hræringa á Reykja­nes­skaga. Meðal þeirra var einn af stofn­endum Golf­klúbbs Grinda­víkur sem segir því fylgja því­lík sæla að geta snúið aftur á völlinn.

„Loksins koma já­­kvæðar fréttir frá Grinda­­vík“

Fengist hefur leyfi til þess að opna Húsa­­tófta­­völl við Grinda­­vík á nýjan leik eftir mikla ó­vissu­tíma sökum jarð­hræringa á Reykja­nes­skaga. Kylfingar eru nú byrjaðir að flykkjast á völlinn á ný. „Loksins ein­hverjar já­­kvæðar fréttir frá Grinda­­vík,“ segir fram­­kvæmda­­stjóri Golf­­klúbbs Grinda­víkur.

Bera þurfti Bolt af velli á sjúkra­börum

Bera þurfti jamaíska spretthlauparann Usain Bolt af velli á sjúkrabörum í árlegum góðgerðarleik í fótbolta í Lundúnum í gær. Komið hefur í ljós að Bolt sleit hásin í umræddum leik.

Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“

Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. 

McGregor þaggar niður í orð­rómi

Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga.

Heldur út í at­vinnu­mennsku og ætlar sér fast sæti í lands­liðinu

Komið er að tíma­mótum á ferli skyttunnar ungu, Þor­steins Leós Gunnars­sonar. Hann kveður nú upp­eldis­fé­lag sitt Aftur­eldingu með trega og heldur út í at­vinnu­mennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Mark­mið Þor­steins næstu árin á hans ferli snúa mikið að ís­lenska lands­liðinu. Hann ætlar sér að verða fasta­maður í því liði.

Sjá meira