Virkja 300 milljón króna klásúlu í samningi Ísaks og kaupa hann Þýska B-deildar liðið Fortuna Düsseldorf hefur virkjað klásúlu í samningi íslenska landsliðsmannsins Ísaks Bergmanns Jóhannessonar og mun hann ganga til liðs við félagið frá FC Kaupmannahöfn. 13.6.2024 10:21
Spurðu hvort Friðrik vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði Nú á dögunum bárust af því fréttir að þjálfarinn reynslumikli og sigursæli, Friðrik Ingi Rúnarsson, yrði næsti þjálfari kvennaliðs Keflavíkur í körfubolta. Hann er fullur tilhlökkunar fyrir komandi tímum. Sumir telja hann galinn að taka starfið að sér. Aðrir spurðu Friðrik hvort hann vildi ekki frekar bíða eftir starfi hjá karlaliði. Hann segir hins vegar ákveðinn heiður fólginn í því að vera ráðinn þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, liðinu sem vann allt sem hægt var að vinna á síðasta tímabili. 13.6.2024 10:00
„Fylgir því þvílík sæla að koma hingað aftur“ Hópur kylfinga var mættur að leika sinn daglega hring á Húsatóftavelli í nágreni Grindavíkur í gær en völlurinn var opnaður á nýjan leik á sunnudaginn síðastliðinn eftir óvissu sökum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Meðal þeirra var einn af stofnendum Golfklúbbs Grindavíkur sem segir því fylgja þvílík sæla að geta snúið aftur á völlinn. 12.6.2024 10:01
„Loksins koma jákvæðar fréttir frá Grindavík“ Fengist hefur leyfi til þess að opna Húsatóftavöll við Grindavík á nýjan leik eftir mikla óvissutíma sökum jarðhræringa á Reykjanesskaga. Kylfingar eru nú byrjaðir að flykkjast á völlinn á ný. „Loksins einhverjar jákvæðar fréttir frá Grindavík,“ segir framkvæmdastjóri Golfklúbbs Grindavíkur. 12.6.2024 08:00
Bera þurfti Bolt af velli á sjúkrabörum Bera þurfti jamaíska spretthlauparann Usain Bolt af velli á sjúkrabörum í árlegum góðgerðarleik í fótbolta í Lundúnum í gær. Komið hefur í ljós að Bolt sleit hásin í umræddum leik. 10.6.2024 14:01
Óskar um nýja starfið hjá KR: „Ég er ekki ógn við Gregg Ryder“ Knattspyrnudeild KR greindi frá því í hádeginu að Óskar Hrafn Þorvaldsson hefði verið ráðinn til starfa hjá félaginu. Óskar Hrafn mun verða deildinni innan handar en þó ekki í starfi aðalþjálfara karlaliðs félagsins eins og hefur verið hvíslað um undanfarnar vikur. Óskar sjálfur segist ekki vera ógn við núverandi þjálfara karlaliðs félagsins, Gregg Ryder. 10.6.2024 13:20
Átta mánaða fangelsi fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius Þrír karlmenn hafa verið sakfelldir og hlotið átta mánaða fangelsisdóm fyrir kynþáttaníð í garð Vinicius Jr., leikmanns Real Madrid, í leik liðsins gegn Valencia í maí árið 2023. 10.6.2024 12:30
McGregor þaggar niður í orðrómi Írski UFC bardagakappinn Conor McGregor hefur gert sitt í því að þagga niður í orðrómi þess efnis að hann muni ekki snúa aftur í bardagabúrið þann 29.júní næstkomandi gegn Michael Chandler. Írinn birti tíu myndbönd á samfélagsmiðlum á dögunum þar sem má sjá hann æfa af krafti fyrir komandi bardaga. 10.6.2024 11:30
Erika Nótt heldur leyndarmálinu þétt að sér fyrir kvöldið stóra Í kvöld fer fram stærsta hnefaleikakvöld á Íslandi í Kaplakrika. ICEBOX. Þar mætir til leiks sautján ára Norðurlandameistari okkar Íslendinga í hnefaleikum, Erika Nótt en sýnt verður frá ICEBOX í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 5. 7.6.2024 08:31
Heldur út í atvinnumennsku og ætlar sér fast sæti í landsliðinu Komið er að tímamótum á ferli skyttunnar ungu, Þorsteins Leós Gunnarssonar. Hann kveður nú uppeldisfélag sitt Aftureldingu með trega og heldur út í atvinnumennskuna í Portúgal þar sem að hann hefur samið við Porto. Markmið Þorsteins næstu árin á hans ferli snúa mikið að íslenska landsliðinu. Hann ætlar sér að verða fastamaður í því liði. 6.6.2024 10:00