Ratcliffe íhugar aðra nálgun við kaup á Manchester United Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe, íhugar nú að leggja fram tilboð í kaup á minnihluta í enska úrvalsdeildarfélaginu Manchester United til þess að reyna losa um hnút sem virðist hafa myndast í söluferli félagsins. 3.10.2023 07:32
Vilhjálmur bað HK-inga afsökunar: „Gefur okkur bara svo rosalega lítið“ Fótboltadómarinn Vilhjálmur Alvar Þórarinsson bað HK-inga afsökunar á ákvörðun sem hann tók í leik liðsins gegn Fram í Bestu deildinni á dögunun. Afsökunarbeiðnin kom skömmu fyrir leik HK í gær sem Vilhjálmur dæmdi. Þjálfari HK telur hann hafa gert önnur afdrifarík mistök í þeim leik. 2.10.2023 20:30
Samúel klökkur eftir afrek Vestra: „Þetta er bara geggjað fólk“ Samúel Samúelsson, prímusmótorinn á bak við knattspyrnudeild Vestra, var hrærður í viðtali eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í efstu deild í fótbolta í fyrsta skipti í sögunni með 1-0 sigri á Aftureldingu í úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar. Hann þakkar öllu því fólki sem stendur að baki liðinu fyrir sitt framlag. 2.10.2023 14:01
Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United á morgun Antony gæti snúið aftur í lið Manchester United fyrir komandi leik liðsins gegn tyrkneska liðinu Galatasaray í Meistaradeild Evrópu síðar á morgun. 2.10.2023 11:45
Fimmtíu milljóna króna markið sem tryggði Vestra upp í Bestu deild Vestri mun leika í Bestu deild karla í fótbolta á næsta tímabili. Þetta varð ljóst eftir 1-0 sigur liðsins gegn Aftureldingu í framlengdum úrslitaleik í umspili Lengjudeildarinnar á laugardaginn síðastliðinn. 2.10.2023 11:31
Gylfi Þór meiddur og ekki með í kvöld Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi danska úrvalsdeildarfélagsins Lyngby sem mætir OB í kvöld. Gylfi er að glíma við smávægileg meiðsli. 2.10.2023 10:16
Neville hjólar í Liverpool í kjölfar yfirlýsingar félagsins Gary Neville, sparkspekingur Sky Sports, fer hörðum orðum um viðbrögð enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool eftir leik liðsins um helgina gegn Tottenham þar sem mikið gekk á. 2.10.2023 10:01
Mörkin úr Bestu: Valsmenn útkljáðu Evrópubaráttuna | Eyjamenn eygja von Fimm leikir fóru fram í Bestu deild karla í fótbolta í gær, átján mörk voru skoruð og tóku línur að skýrast fyrir lokaumferð deildarinnar sem fer fram eftir tæpa viku. Evrópubaráttan er ráðin en enn er óvíst hvaða lið fellur með Keflavík. 2.10.2023 09:37
Athæfi manns í beinni útsendingu frá Róm vekur heimsathygli Stuðningsmaður evrópska úrvalsliðsins á Ryder-bikarnum gat ekki hamið gleði sína er sigur liðsins á mótinu var ljós. Hann tók á rás og fagnaði á sérkennilegan hátt lík og sést í myndskeiði sem farið hefur eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum. 2.10.2023 08:31
Ótrúlegur viðsnúningur og dramatíkin allsráðandi er KR lagði Blika að velli KR vann í gær dramatískan 4-3 sigur á Breiðabliki í úrslitakeppni efri hluta Bestu deildar karla í fótbolta. Tvö mörk í uppbótartíma sáu til þess að þeir svarthvítu unnu sigur í lokaleik þjálfara liðsins, Rúnars Kristinssonar, á Meistaravöllum. 2.10.2023 08:01