Sandra opin í að snúa aftur í íslenska landsliðið: „Hætt við að hætta“ Sandra Sigurðardóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður og leikjahæsti leikmaður sögunnar í efstu deild kvenna í fótbolta er klár í að snúa aftur í íslenska landsliðið. Hanskarnir eru komnir af hillunni. 28.8.2023 19:15
Heiðra minningu Kobe og reisa styttu NBA liðið Los Angeles Lakers mun heiðra minningu Kobe Bryant með því að reisa bronsstyttu af honum fyrir utan leikvang félagsins. 25.8.2023 16:00
Karabatic lætur gott heita eftir tímabilið Franska handboltagoðsögnin Nikola Karabatic leggur skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Frá þessu greinir Karabatic í opnu bréfi til stuðningsmanna Paris Saint-Germain í dag. 25.8.2023 14:52
Ótrúlegur árekstur á leið í keppni á HM dró dilk á eftir sér Andrew Hudson, spretthlaupari frá Jamaíka, lenti heldur betur illa í því þegar að tvær skutlur, sem notaðar eru til þess að ferja keppendur á HM í frjálsum íþróttum frá upphitunarsvæði leikanna yfir á leikvanginn sjálfan, skullu saman. 25.8.2023 14:01
Gylfi Þór með munnlegt samkomulag við Lyngby Íslenski atvinnumaðurinn í knattspyrnu, Gylfi Þór Sigurðsson, hefur gert munnlegt samkomulag við danska úrvalsdeildarfélagið Lyngby. 25.8.2023 13:05
Jesus klár í slaginn með Arsenal Mikel Arteta, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Arsenal hóf blaðamannafund sinn í dag, fyrir leik liðsins gegn Fulham á morgun, á því að færa stuðningsmönnum liðsins góð tíðindi. Framherjinn Gabriel Jesus er klár í slaginn með liðinu. 25.8.2023 13:00
Sjáðu þrumufleyg Höskulds í Sambandsdeildinni Breiðablik er komið með annan fótinn inn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar eftir 1-0 sigur ytra gegn FK Struga frá Norður-Makedóníu í gær. 25.8.2023 11:30
Ritar opið bréf til Vöndu: „Sem rýtingur í brjóst okkar stelpna“ Friðjón Árni Sigurvinsson, þjálfari fjórða flokks kvenna KF/Dalvíkur í fótbolta, ritar opið bréf til Vöndu Sigurgeirsdóttur, formanns KSÍ, og birtir á samfélagsmiðlum. Greinir Friðjón Árni þar frá raunum liðsins sem fær ekki, sökum reglugerðar KSÍ, að taka þátt í úrslitakeppni Íslandsmótsins. Reglugerðin sé sem rýtingur í brjóst stelpnanna sem sitji eftir niðurbrotnar. 25.8.2023 08:01
Býr sig undir að geta skákað Verstappen þegar tímapunkturinn kemur Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes og sjöfaldur heimsmeistari ökumanna í Formúlu 1 segist vera að undirbúa sig á þá leið að þegar hann er með rétta bílinn í höndunum, muni hann geta skákað ríkjandi heimsmeistaranum Max Verstappen, ökumanni Red Bull Racing. 24.8.2023 17:32
Skotmark Liverpool og United skilið eftir utan hóps Sofyan Amrabat ferðaðist ekki með félagsliði sínu Fiorentina sem á leik fyrir höndum gegn Rapid Vieanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. 24.8.2023 15:01