Þrír handteknir eftir að hafa rænt og gengið í skrokk á manni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók þrjá sem grunaðir um að hafa rænt annan mann og gengið í skrokk á honum til að komast yfir verðmæti hans. 2.1.2024 06:05
Elísabet, Gylfi Þór og Reynir Pétur í hópi nýrra fálkaorðuhafa Fjórtán Íslendingar – sjö karlar og sjö konur – voru sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag. 1.1.2024 14:48
Hjónin hafi ákveðið að verja lífinu á annan hátt Ólafur Þ. Harðarson, stjórnmálafræðingur og prófessor emiritus, segir að ákvörðun Guðna Th. Jóhannessonar forseta að sækjast ekki eftir endurkjöri hafi komið sér ákaflega mikið á óvart. „Ég, eins og fleiri, átti von á því að hann myndi taka eitt kjörtímabil í viðbót þannig að þetta yrðu samtals tólf ár.“ 1.1.2024 14:12
Guðni lætur hjartað ráða og býður sig ekki fram að nýju Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hyggst ekki bjóða sig aftur fram til forseta Íslands næsta sumar. Sjöundi forseti lýðveldisins verður því kjörinn í forsetakosningum í júní næstkomandi. 1.1.2024 13:07
Þrír látnir eftir hnífstungur í Norður-Noregi Þrír eru látnir eftir hnífstunguárás á heimili í Indre Salten, austur af Bodø, í Norður-Noregi í nótt. 1.1.2024 11:34
Margrét drottning ræddi við Karl konung fyrir ávarpið Margrét Þórhildur Danadrottning ræddi við frænda sinn, Karl Gústaf Svíakonung, og tilkynnti honum um ákvörðun sína að afsala sér krúnunni áður en hún greindi dönsku þjóðinni frá hinu sama í áramótaávarpi sínu í gærkvöldi. 1.1.2024 10:42
Fyrsta barn ársins komið í heiminn Fyrsta barn ársins 2024, eftir því sem fréttastofa kemst næst, kom í heiminn á fæðingardeild Landspítalans við Hringbraut í Reykjavík klukkan 9:12 í morgun. 1.1.2024 09:53
Áfram skjálftavirkni við kvikuganginn Um 110 skjálftar hafa mælst við kvikuganginn norðan Grindavíkur frá miðnætti en til samanburðar mældust 160 í gær. Enn eru taldar auknar líkur á eldgosi. 1.1.2024 09:35
Víða hvassviðri á fyrsta degi ársins Veðurstofan gerir ráð fyrir norðaustan tíu til átján metrum á sekúndu og rigningu eða slyddu með köflum á þessum fyrsta degi ársins. 1.1.2024 08:40
Tólf leitað á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Tólf manns hafa leitað á bráðamóttöku Landspítala vegna flugeldaslysa síðasta sólarhringinn. Í flestum tilvikum voru áverkarnir þó minniháttar. 1.1.2024 08:17