
Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum
Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður sem starfað hefur hjá Heimildinni síðustu ár, hefur verið ráðin til Rauða krossins. Hún mun þar gegna starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa.
varafréttastjóri
Atli er varafréttastjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður sem starfað hefur hjá Heimildinni síðustu ár, hefur verið ráðin til Rauða krossins. Hún mun þar gegna starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa.
Röskun hefur orðið á lestarsamgöngum í frönsku höfuðborginni París og langar raðir myndast eftir að ósprungin sprengja frá tímum síðari heimsstyrjaldarinnar fannst við lestarteina í norðurhluta borgarinnar.
Dálítið lægðardrag teygir sig nú norður yfir landið og stjórnar veðrinu á landinu í dag. Áttin verður því breytileg, yfirleitt hægur vindur og allvíða él, en þurrt og bjart suðaustanlands fram á kvöld.
Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra, hefur skipað tvær valnefndir til að meta hæfni og óhæði þeirra einstaklinga sem gefa kost á sér til stjórnarsetu í stærri ríkisfyrirtækjum.
Ísland á stóra sviðinu er yfirskrift Iðnþings Samtaka iðnaðarins sem haldið verður á í Silfurbergi í Hörpu milli 14 og 16 í dag. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi á Vísi.
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt mann í sex mánaða fangelsi fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás inni í Kringlunni í Reykjavík í desember 2021.
Hæð yfir Grænlandi og kraftlitlar smálægðir stjórna veðrinu á landinu þessa dagana. Gera má ráð fyrir að áttin verði breytileg í dag, yfirleitt fremur hægur vindur og einhver él á sveimi, en það létti til suðaustanlands.
Samkeppniseftirlitið hefur í kjölfar frétta af uppsögnum 23 starfsmanna SAH Afurða á Blönduósi sent bréf til bæði Kaupfélags Skagfirðinga og Kjarnafæði Norðlenska þar sem minnt á að stöðva skuli aðgerðir sem tengist samruna kjötvinnslustöðva. Bent er á að uppsagnir á starfsfólki geti verið liður í framkvæmd samruna.
„Magnast spennan? - orkuöryggi í breyttu umhverfi“ er yfirskrift vorfundar Landsnets sem fram fer í Hörpu í dag. Fundurinn hefst klukkan 14 og stendur til 16. Hægt verður að fylgjast með fundinum í beinu streymi að neðan.
Maðurinn sem lést í vinnuslysi í Vík í Mýrdal síðastliðinn föstudag hét Pálmi Kristjánsson.