Amaroq Minerals mætt á aðalmarkað í Kauphöllinni Auðlindafélagið Amaroq Minerals verður í dag skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland, eftir að hafa áður verið skráð á First North vaxtarmarkaðnum. 21.9.2023 10:41
Ákærður fyrir ólöglegan vopnaflutning á Akureyri Lögregla á Norðurlandi eystra hefur ákært 35 ára karlmann fyrir vopnalagabrot með því að hafa flutt skotvopn með ólöglegum hætti og undir áhrifum áfengis. 21.9.2023 10:34
Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga sjíka Kanadísk stjórnvöld hafa ákveðið að fækka í liði erindreka sinna á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síkha í Kanada í júní síðastliðnum. Áður höfðu indversk stjórnvöld tilkynnt að ákveðið hafi verið að stöðva útgáfu vegabréfsáritana til kanadískra ríkisborgara. 21.9.2023 09:08
Bein útsending: Málþing um vistkerfisnálgun í umgengni við og nýtingu náttúru Íslands Matvælaráðuneytið og BIODICE standa fyrir málþingi um vistkerfisnálgun við nýtingu auðlinda á Hilton Nordica milli klukkan 9 og 12:30 í dag. 21.9.2023 08:31
Býður sig fram til forseta Ungs jafnaðarfólks Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir hefur gefið kost á sér í embætti forseta Ungs jafnaðarfólks. Lilja Hrönn er 22 ára laganemi við Háskóla Íslands og nemi í sjávarútvegsfræði við Háskólann á Akureyri, auk þess að vera varaforseti Ungs jafnaðarfólks. 21.9.2023 08:19
Stöku skúrir norðan- og austantil en bjart suðvestanlands Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, fimm til þrettán metrum á sekúndu. Spáð er stöku skúrum eða éljum á norðan- og austanverðu landinu en bjartviðri um suðvestanvert landið. 21.9.2023 07:27
Hafa lokað á rakningu í rakningarforritinu C-19 Embætti landlæknis hefur lokað á rakningu í smáforritinu Rakning C-19 sem þróað var og notað í smitrakningu í kórónuveirufaraldrinum. Þeir sem eru með forritið í símum sínum hafa margir fengið meldingu þessa efnis í dag. 20.9.2023 16:20
Loka Laugardalslaug í tvær vikur vegna viðhalds Laugardalslaug í Reykjavík verður lokað fyrir almenning í tvær vikur frá og með 26. september næstkomandi vegna framkvæmda. Kominn er tími á viðhald. 20.9.2023 13:39
Birgitta ráðin rekstrarstjóri notendalausna hjá Origo Birgitta Bjarnadóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri hjá Notendalausnum Origo. Hún mun sem slíkur taka þátt í stefnumótun, stýra umbótaverkefnum, þróun og innleiðingu ferla ásamt yfirumsjón á rekstrartengdum verkefnum. 20.9.2023 11:50
Banaslys á Suðurlandsvegi 2021: Nýkominn með bílpróf þegar hann tók fram úr Banaslys sem varð á Suðurlandsvegi rétt austan við Þingborg í Árnessýslu, þegar tveir bílar rákust saman í desember 2021, er rakið til þess að ökumaður annars bílsins hafi ekki sýnt næga aðgæslu í framúrakstri. Áreksturinn var harður og lést 89 ára karlmaður, sem var í bíl sem kom úr gagnstæðri átt, tveimur vikum eftir slysið. 20.9.2023 11:40