Pétur tekur við af Tryggva sem deildarforseti tónlistardeildar LHÍ Pétur Jónasson gítarleikari hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Tryggva M. Baldvinssyni sem lýkur nú tíu ára ráðningarfestu sinni. 8.8.2023 14:43
Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. 8.8.2023 13:12
Tekur við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra. 8.8.2023 12:51
Skapari smellsins Cha-Cha Slide er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn DJ Casper, sem þekktastur er fyrir smell sinn, Cha-Cha Slide, er látinn, 58 ára að aldri. 8.8.2023 12:13
„Kæmi mér ekki á óvart ef landgangurinn væri ónýtur“ Miklar skemmdir urðu á landganginum sem notaður er til að koma farþegum í og úr Herjólfi í Vestmannaeyjahöfn eftir að flutningabíl var ekið á hann í morgun. 8.8.2023 11:01
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8.8.2023 10:34
Býður sig fram eftir „baráttu við djúpríkið“ á Íslandi Jeffrey Ross Gunter, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, hefur tilkynnt að hann sækist eftir því að verða frambjóðandi Repúblikanaflokksins til öldundadeildar Bandaríkjaþings fyrir hönd Nevada í þingkosningum sem fram fara samhliða forsetakosningum í landinu á næsta ári. 8.8.2023 08:47
Starfsmenn Hvals halda allir vinnunni Engum starfsmanni Hvals, sem ráðinn var til fyrirtækisins vegna hvalveiðivertíðar í sumar, hefur verið sagt upp störfum í kjölfar ákvörðunar matvælaráðherra frá í júní að banna veiðar á langreyðum út ágústmánuð. 8.8.2023 08:09
Þægilegur sumarhiti næstu daga en lægð á leiðinni Spáð er þægilegum sumarhita á landinu næstu daga þar sem nálgast gæti tuttugu stig í innsveitum þegar best lætur. 8.8.2023 07:13
Erdogan samþykkir NATO-aðild Svía Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti hefur samþykkt aðild Svíþjóðar að Atlantshafsbandalaginu. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, greindi frá þessu í kvöld. 10.7.2023 19:47