Katrín fundaði með formönnum um yfirvofandi launahækkanir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra fundaði í morgun með formönnum flokka á þingi þar sem yfirvofandi launahækkanir æðstu ráðamanna voru til umræðu. 5.6.2023 09:27
Rólegaheitaveður og hiti að átján stigum fyrir austan Útlit er fyrir rólegheitaveður í byrjun nýrrar vinnuviku en víðáttumikil hæð við strendur Skotlands viðheldur suðvestlægum áttum. Það stefnir í skýjað veður vestanlands með lítilsháttar vætu hér og þar og hita í kringum tíu stig. 5.6.2023 07:13
Rennibrautirnar á Akureyri lokaðar: „Auðvitað snúa einhverjir svekktir frá“ Stóru rennibrautunum í Sundlaug Akureyrar, Trektinni og Flækjunni, var lokað síðastliðinn þriðjudag vegna viðhaldsframkvæmda og er reiknað með að framkvæmdir standi í tvær vikur. 3.6.2023 07:00
Hæstaréttarlögmaður og saksóknari meðal átta í baráttu um dómarastarf Lögmenn, lögfræðingar, aðstoðarmenn dómara og saksóknar bítast um tvö laus embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Reynsluboltar og þekktir saksóknarar eru á meðal umsækjenda. Greint er frá umsækjendum á vef dómsmálaráðuneytisins. 2.6.2023 14:51
Agnes frá Össuri til Samorku Agnes Ástvaldsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri faghópa hjá Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja og hefur hún þegar hafið störf. 2.6.2023 11:04
Svona verður Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur um land allt Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur á sunnudaginn og verða af því tilefni mikil dagskrá víða um land og sums staðar alla helgina. 2.6.2023 10:49
Grímseyjarferjan hefur loks siglingar á ný í næstu viku Stefnt er að því að Grímseyjarferjan Sæfari hefji áætlunarsiglingar á milli Grímeyjar og Dalvík á miðvikudaginn, en ferjan hefur verið í slipp síðustu vikurnar. Viðhaldsvinna hefur tekið lengri tíma en áætlað var í fyrstu. 2.6.2023 07:33
Tilbreytingaleysi í veðrinu næstu daga Veðurstofan gerir ráð fyrir nokkru tilbreytingaleysi í veðrinu þessa daga og að í dag verði áframhald á vestlægu vindunum sem hafi leikið um landann. 2.6.2023 07:11
Öldungadeildin samþykkti frumvarpið um hækkun skuldaþaksins Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti frumvarp um hækkun skuldaþaks bandaríska ríkisins í nótt. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur sagst nú munu staðfesta frumvarpið þannig að koma megi í veg fyrir greiðslufall bandaríska ríkisins. 2.6.2023 06:38
Kölluð út vegna nokkurra ofurölvi einstaklinga Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð úr vegna nokkurra ofurölvi einstaklinga í miðborg Reykjavíkur í nótt. Tveir þeirra höfðu verið sérstaklega til vandræða. 2.6.2023 06:14
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent