Tvær hópuppsagnir í júlí Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí þar sem samtals 53 starfsmönnum var sagt upp störfum. 9.8.2023 10:16
Braut sér leið inn og hreytti ókvæðisorðum í eiginkonuna fyrir framan börnin Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann fyrir brot á barnaverndarlögum og stórfelldar ærumeiðingar gegn maka fyrir að hafa brotið sér leið inn í íbúð á Akureyri og hreytt ókvæðisorðum í eiginkonu sína fyrir framan börn þeirra. 9.8.2023 08:49
Fékk tíu ára dóm fyrir að skjóta Megan Thee Stallion Kanadíski rapparinn Tory Lanez hefur verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir að hafa skotið rapparann Megan Thee Stallion í fæturna í Los Angeles árið 2020. 9.8.2023 07:35
Djúp lægð veldur vaxandi austanátt sunnantil Veðurstofan gerir ráð fyrir norðlægri átt í dag, þremur til átta metrum á sekúndu, en öllu vindasamara austantil. Búast má við léttskýjuðu veðri suðvestantil, en annars skýjað með köflum og lítilsháttar vætu við austurströndina. 9.8.2023 07:11
Pétur tekur við af Tryggva sem deildarforseti tónlistardeildar LHÍ Pétur Jónasson gítarleikari hefur verið ráðinn í stöðu deildarforseta tónlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hann tekur við starfinu af Tryggva M. Baldvinssyni sem lýkur nú tíu ára ráðningarfestu sinni. 8.8.2023 14:43
Hafa samið um sjóböð í Önundarfirði Samingur hefur verið undirritaður um land undir „umhverfisvæn sjóböð“ á Hvítasandi í landi Þórustaða innst í Önundarfirði. Böðin munu nýta varmaorku úr sjó til að hita laug, potta og sturtur og verða staðsett í gamalli sandnámu við hvíta skeljasandsströnd nálægt Holtsbryggju. 8.8.2023 13:12
Tekur við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri Sigríður Júlía Brynleifsdóttir hefur tekið við stöðu skólastjóra Lýðskólans á Flateyri og þá hefur Erla Margrét Gunnarsdóttir tekið við stöðu kennslustjóra. 8.8.2023 12:51
Skapari smellsins Cha-Cha Slide er látinn Bandaríski tónlistarmaðurinn DJ Casper, sem þekktastur er fyrir smell sinn, Cha-Cha Slide, er látinn, 58 ára að aldri. 8.8.2023 12:13
„Kæmi mér ekki á óvart ef landgangurinn væri ónýtur“ Miklar skemmdir urðu á landganginum sem notaður er til að koma farþegum í og úr Herjólfi í Vestmannaeyjahöfn eftir að flutningabíl var ekið á hann í morgun. 8.8.2023 11:01
Óveðrið Hans veldur usla á Norðurlöndum Yfirvöld í Noregi og Svíþjóð hafa sagt íbúum að búa sig undir gríðarmikið úrhelli næsta sólarhringinn, þegar óveðrið Hans gengur yfir. Miklar rigningar og öflugar vindhviður hafa nú þegar valdið aurskriðum sem truflað hafa vegasamgöngur og þá hafa tilkynningar borist um að þök hafi rifnað af húsum. 8.8.2023 10:34