Austurríski dúettinn ríður á vaðið og Loreen níunda á svið Austurríski kvendúettinn sem spyr sig hver Edgar sé verður fyrstur á svið á úrslitakvöldi Eurovision sem fram fer annað kvöld. Sænska söngkonan Loreen verður níunda, hinn finnski Käärijä þrettándi og breska söngkonan Mae Muller mun síðust stíga á stokk. 12.5.2023 07:41
Talsverð rigning á landinu og hiti að sautján stigum norðaustanlands Lægð er nú stödd við Hvarf og bárust skil frá henni yfir landið seint í gær sem skilar sér í aukinni rigningu í nótt og framan af degi í dag. Búast má við talsverðri rigningu á sunnanverðu landinu og fylgir með sunnan strekkingur, þó reyndar hafi lægt vestast á landinu. 12.5.2023 07:09
Bregðast við afnámi þriggja ára bindingar á verðtryggðum sparnaði Arion banki hefur kynnt nýja sparnaðarleið á verðtryggðum sparnaði þar sem binding er styttur úr þremur árum í níutíu daga. 11.5.2023 14:57
Opna veitingastað í Gerðarsafni í næsta mánuði Nýr veitingastaður, sem ber nafnið Króníkan, mun opna í Gerðarsafni í Kópavogi í næsta mánuði en skrifað var undir samning við nýjan rekstraraðila veitingastaðarins í dag. 11.5.2023 14:16
Munu fara fram á himinháar bætur frá Grænlendingum Ástralska námuvinnslufyrirtækið Energy Transition Minerals, sem áður hét Greenland Minerals, ætla sér að stefna dönskum og grænlenskum stjórnvöldum og fara fram á himinháar skaðabætur, fái fyrirtækið ekki heimild til að halda fyrirhugaðri námuvinnslu áfram í Kuannersuit. 11.5.2023 13:45
Harpa Rut og Sölvi ráðin til LIVE Sölvi Sölvason lögmaður og Harpa Rut Sigurjónsdóttir hafa verið ráðin til Lífeyrissjóðs verzlunarmanna. 11.5.2023 12:38
Leitin að arftaka Halldórs Benjamíns: „Það er ekkert stress í gangi“ „Þetta er í ferli og gengur vel. Það er ekkert stress í gangi.“ Þetta segir Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, um stöðuna á ráðningu á nýjum framkvæmdastjóra samtakanna. 11.5.2023 10:47
Bein útsending: Ræða framtíð opinberrar skjalavörslu Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis heldur opinn fund í dag þar fyrirkomulag og framtíð opinberrar skjalavörslu verður til umræðu. 11.5.2023 10:01
Gréta María segir upp störfum hjá Arctic Adventures Stjórn Arctic Adventures hefur ráðið Ásgeir Baldurs í starf forstjóra Arctic Adventures hf. Gréta María Grétarsdóttir, sem gegnt hefur starfi forstjóra Arctic Adventures hefur sagt upp störfum. Hún hefur stýrt félaginu frá árslokum 2021 en starfaði þar áður hjá Brimi og Krónunni. 11.5.2023 09:52
Sigríður tekur við stjórnarformennsku hjá KLAK Sigríður Mogensen, sviðsstjóri iðnaðar- og hugverkasviðs Samtaka iðnaðarins, hefur tekið við stjórnarformennsku hjá KLAK - Icelandic Startups, en ný stjórn tók við störfum á aðalfundi félagsins í síðasta mánuði. 11.5.2023 09:37