42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum undir átján ára Tilkynnt var um 123 kynferðisbrot til lögreglu á fyrstu þremur mánuðum sem eru fjórðungi færri brot en voru skráð að meðaltali á sama tímabili síðustu þrjú árin á undan. 42 prósent brotaþola í tilkynntum kynferðisbrotum eru undir átján ára. 9.5.2023 08:55
Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálaseftirlitsnefndar Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri, Unnur Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits og Björk Sigurgísladóttir, varaseðlabankastjóri fjármálaeftirlits munu mæta á opinn fund í efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sem hefst klukkan 9:15 í dag. 9.5.2023 08:45
Víða rigning en hiti að fimmtán stigum Veðurstofan gerir ráð fyrir hægri, suðlægri átt og að víða verði súld eða rigning í dag. Líkur eru á skúrum sunnantil seinnipartinn, en norðaustanlands rofar sums staðar til og sést þá til sólar. Áfram verður þó þokuloft úti við sjávarsíðuna. 9.5.2023 07:21
Óperustjarnan Grace Bumbry er látin Bandaríska óperusöngkonan Grace Bumbry er látin, 86 ára að aldri. Bumbry þykir eitt stærsta nafnið í heimi óperunnar og var ein þeirra sem ruddi brautina fyrir svarta í heimi óperutónlistar. 9.5.2023 06:54
Rússar skutu 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt Rússar eru sagðir hafa skotið 25 stýriflaugum á Úkraínu í nótt og í morgun, daginn sem þeir minnast sigurs Sovétmanna í seinni heimsstyrjöldinni. 9.5.2023 06:30
Meintur innbrotsþjófur reyndist kúnni í sólarhringssjoppu Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út þegar tilkynnt var um yfirstandandi innbrot í sjoppu í nótt. 9.5.2023 06:10
Kölluð út eftir að ekki náðist samband við strandveiðibát á Faxaflóa Sjóbjörgunarsveit og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út klukkan 12:45 eftir að strandveiðibátur í Faxaflóa datt úr sjálfvirkri tilkynningaskyldu Landhelgisgæslunnar og ekki náist samband við bátinn í gegnum síma. 8.5.2023 13:32
Féll tvo metra ofan holu við Kleppsmýrarveg Lögregla og slökkvilið höfuðborgarsvæðisins voru kölluð út eftir að tilkynnt var um að maður hafi fallið um tvo metra ofan í grunn við við Kleppsmýrarveg, Dugguvog og Arkarvog í Reykjavík í gærkvöldi. 8.5.2023 12:29
Guðný Björg og Svandís Hlín stýra nýjum sviðum hjá Landsneti Guðný Björg Hauksdóttir hefur verið ráðin í starf framkvæmdastjóra mannauðs og umbóta sem er nýtt svið hjá Landsneti og Svandís Hlín Karlsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri viðskipta- og kerfisþróunar hjá Landsneti sem líka er nýtt svið. 8.5.2023 10:27
Komst lífs af með því að lifa á víni í fimm daga í óbyggðum Ástralíu Lögregla í Ástralíu fann á dögunum 48 ára konu í óbyggðum Viktoríu þar sem hennar hafði verið saknað í fimm daga. Konan komst lífs af með því að neyta einungis sleikipinna og víns sem hún var með í bílnum, en hún hafði fest bíl sinn í leðju á fáförnum vegi. 8.5.2023 10:03