Á þriðja tug látnir eftir að bát hvolfdi á Indlandi Að minnsta kosti 22 eru látnir eftir að ferðamannabát hvolfdi skammt frá landi í Kerala-héraði á Indlandi í gærkvöldi. 8.5.2023 08:16
Haraldur konungur lagður inn á sjúkrahús Haraldur Noregskonungur hefur verið lagður inn á Ríkissjúkrahúsið í Osló vegna sýkingar og þarf hann að gangast undir meðferð vegna þessa. 8.5.2023 07:47
Birgir Hrafn mun leiða stafræna þróun hjá Digido Birgir Hrafn Birgisson hefur verið ráðinn sem sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu hjá Digido. 8.5.2023 07:18
Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Nú er víðáttumikil lægð djúpt suðvestur af landinu og líkt og undanfarna daga þá beinir hún til okkar mildu og röku lofti. Reikna má með austan- og suðaustanátt í dag, golu, kalda eða stinningskalda og súld eða rigningu með köflum. 8.5.2023 07:13
Vilhjálmur sagði að Elísabet hefði verið stolt Tónleikar fóru í dag fram við Windsor-kastala í London í tilefni af krýningu Karls III Bretakonungs í gær. Segja má að viðburðurinn í dag hafi náð hámarki þegar Vilhjálmur krónprins tók til máls og klöppuðu áhorfendur gríðarlega þegar hann gekk upp á sviðið. 7.5.2023 23:51
„Nú er maður bara allt í einu orðinn heimsmeistari“ Katrín Pálsdóttir, hjólreiðakona og fjármálastjóri Bolungarvíkur, varð heimsmeistari í tvíþraut, sund- og hjólreiðakeppni (long distance aquabike), á móti á vegum World Triathlon á spænsku eyjunni Ibiza fyrr í dag. 7.5.2023 23:03
Tekur fyrir deilu um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku eftir umferðarslys Hæstiréttur hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni konu í máli hennar gegn tryggingafélaginu TM þar sem deilt er um fjárhæð bóta fyrir varanlega örorku vegna umferðarslyss sem konan lenti í á Reykjanesbraut árið 2011. Deilt er um við hvaða tekjutímabil eigi að miða við ákvörðun bóta, en konan vildi meira að ungur aldur hennar hafi gert það að verkum að hún hafi fengið greiddar lægri bætur frá tryggingafélaginu en eðlilegt sé. 7.5.2023 22:20
Serbneskur ráðherra hættir í kjölfar fjöldamorðanna Ráðherra menntamála í Serbíu, Branko Ruzic, tilkynnti í dag um afsögn sína. Afsögnin kemur í kjölfar tveggja fjöldamorða sem hafa skekið serbnesku þjóðina, en í þeim létust alls sautján manns. Ruzic er fyrsti ráðherrann eða embættismaðurinn til að segja af sér í kjölfar árásanna. 7.5.2023 20:54
Ræddi aðdáun sína á Jóhönnu Guðrúnu á túrkís dreglinum Íslenski Eurovision-farinn Diljá Pétursdóttir mætti galvösk á túrkís dregilinn í Eurovision-landi í Liverpool í Bretlandi fyrr í dag. Diljá stóð meðal annars á höndum og tók smá snúning þar sem hún stillti sér upp fyrir ljósmyndana. 7.5.2023 19:47
Tugir látnir eftir eld í gullnámu í Perú Að minnsta kosti 27 eru látnir eftir að mikill eldur kom upp í gullnámu í Perú í gær. Um er að ræða mannskæðasta námuslysið í landinu í um tvo áratugi. 7.5.2023 19:05