Mildar austlægar áttir leika um landið næstu daga Mildar austlægar áttir leika um landið á næstunni og má reikna með að hitatölur geti náð fimmtán stigum þar sem best lætur yfir hádagi. Það má reikna með að það verði fremur þungbúið, en yfirleitt bjartara norðanlands. 5.5.2023 07:12
Skjálftarnir tengist líklega vatni og jarðhita en ekki kvikuhreyfingum Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegast að skjálftarnir sem urðu í Kötluöskju í morgun tengist jarðhita og vatni, frekar en kvikuhreyfingum. 4.5.2023 14:17
Taka undir áhyggjur foreldra í Laugardal Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir allan óleyfisakstur yfir göngustíg við líkamsræktarstöð World Class Laugum í Laugardal í Reykjavík. Borgarfulltrúar taka undir áhyggjur foreldra í hverfinu. 4.5.2023 14:00
„Við erum bara róleg ennþá“ Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri Mýrdalshreppur, segir einhverja íbúa í Vík og annars staðar í Mýrdalshreppi hafa fundið fyrir skjálftunum í Kötluöskju í morgun. Hann sé þó ekki einn þeirra. „Við erum bara róleg ennþá og ýmsu vön.“ 4.5.2023 13:39
Skjálftar í Kötluöskju sem hafa ekki sést síðan 2016 Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri hjá Veðurstofunni, segir að vegna þeirrar skjálftavirkni sem hafi verið í Kötlu í morgun sé starfsfólk Veðurstofunnar að setja sig í stellingar. Fylgst sé grannt með gangi mála. 4.5.2023 11:03
Bein útsending: Nýsköpunarkraftur kvenna – sögur úr hugverkageiranum Málþing um hugverkaréttindi og nýsköpunarkraft kvenna verður haldið í tilefni af alþjóðahugverkadeginum milli klukkan 11 og 13 í dag. 4.5.2023 10:30
Play bætir við tveimur áfangastöðum næsta vetur Flugfélagið Play hefur hafið sölu á áætlunarferðum til Verona á Ítalíu og Fuerteventura á Kanaríeyjum. 4.5.2023 10:12
Bein útsending: Loftslagsdagurinn í Hörpu Loftlagsdagurinn 2023 fer fram í Hörpu í dag þar sem fram koma helstu sérfræðingar þjóðarinnar í loftslagsmálum, ásamt fleiri fyrirlesurum úr ýmsum áttum. Dagskráin hefst klukkan tíu, stendur til klukkan 16 og verður hægt að fylgjast með í spilara að neðan. 4.5.2023 09:32
Jóna Fanney tekur við formennsku af Friðriki Jóna Fanney Friðriksdóttir var í gær kosin nýr formaður Leiðsagnar, félags leiðsögumanna en hún hafði betur gegn sitjandi formanni, Friðriki Rafnssyni, í formannskjöri á aðalfundi félagsins í gær. Friðrik hafði gegnt embættinu síðastliðin tvö ár. 4.5.2023 08:43
Skjálfti 3,4 að stærð fyrir utan Reykjanestá Skjálfti 3,4 að stærð varð rétt úti fyrir Reykjanestá klukkan 8:08 í morgun. 4.5.2023 08:31