Stærsti skjálftinn 4,8 að stærð Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2023 08:40 Skjálftavirknin í Fagradalsfjalli hefur verið linnulaus í morgun. Vísir/Vilhelm Fjórir skjálftar við Fagradalsfjall hafa mælst stærri en 4 frá klukkan 7:30 í morgun. Stærsti skjálftinn hefur mælst 4,8 að stærð en hann varð klukkan 8:21. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að virknin sem hófst við Fagradalsfjall í gær hafi haldið linnulaust áfram í nótt og hafi yfir 1.600 jarðskjálftar mælst. „Alls hafa átta skjálftar mælst yfir þremur að stærð og hafa þeir fundist vel á Reykjanesskaganum, höfuðborgarsvæðinu og á Akranesi. Frá um kl. 07:30 hafa fjórir skjálftar yfir fjórum að stærð mælst, sá stærsti kl. 08:21, 4,6 að stærð. Búast má við áframhaldandi jarðskjálftavirkni næstu daga og er fólki ráðlagt frá því að ferðast um á svæðinu þar sem auknar líkur eru á grjóthruni,“ segir í tilkynningunni. Samkvæmt yfirförnum niðurstöðum á vef Veðurstofunnar er skjálftinn þó staðfestur sem 4,8 að stærð. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, er nú á leið til Grindavíkur en hann hefur verið í sumarfríi á Suðurlandi. Vísir/Arnar Grindvíkingar rólegir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir Grindvíkinga rólega vegna stöðuna enda öllu vanir. „Það er rólegt yfir fólkinu í bænum. Það voru einhverjir sem fundu fyrir skjálftunum í nótt og í morgun en aðrir sem sváfu þetta af sér.“ Fannar hefur sjálfur verið í fríi á Suðurlandi síðustu daga en er nú á leiðinni til Grindavíkur vegna stöðunnar. „Ég er búinn að heyra í nokkrum og fólk er rólegt. Við þekkjum þetta orðið og erum með allt klárt ef þarf. Almannavarnateymið fundar og samskipti eru mikil. Búast má við miklum straumi ferðamanna, en það er auðvitað þannig að það er ekki gott að vera þarna um þessar mundir þegar staðan er þessi,“ segir Fannar. Kvikuinnskot Í byrjun apríl á þessu ári hófst landris við Fagradalsfjall og er talið að virknin nú stafi af völdum kvikuinnskots á um fimm kílómetradýpi. Í tilkynningunni frá Veðurstofunni segir að sólarhringsvakt Veðurstofunnar muni halda áfram að vakta svæðið náið. „Vísindamenn Veðurstofunnar og Háskóla Íslands munu funda með Almannavörnum kl. 9 og fara yfir frekari gögn,“ segir í tilkynningunni.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38 Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09 Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Sjá meira
Skjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar Skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og víðar klukkan 7:30 í morgun. Stórir skjálftar urðu einnig klukkan 7:42 og 7:46. Klukkan 8:21 varð skjálfti í kringum 4 að stærð. 5. júlí 2023 07:38
Almannavarnir funda með vísindamönnum klukkan 9 Yfir 1.600 jarðskjálftar hafa mælst við Fagradalsfjall frá því að hrina hófst í gær. Átta skjálftar hafa mælst yfir þremur að stærð og frá klukkan 7.30 fjórir yfir fjórum, sá stærsti 4,6 stig. 5. júlí 2023 06:09