Heiðra Carrie Fisher með Hollywood-stjörnu á Stjörnustríðsdeginum Um sex árum eftir dauða hennar stendur til að heiðra leikkonuna Carrie Fisher í Hollywood með því að afhjúpa stjörnu með nafni hennar á Hollywood Walk of Fame síðar í dag, á óformlegum þjóðhátíðardegi Stjörnustríðsaðdáenda. 4.5.2023 07:40
Mildara loft komið og hitatölur yfir tólf stigum nær daglega Mildara loft er nú komið að landinu og förum við þá að sjá hitatölur skríða yfir tólf stig nánast daglega, einkum hlémegin fjalla og þar sem lítil eða engin úrkoma er. 4.5.2023 07:14
Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Fulltrúar Vörðu – Rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, ASÍ og BSRB munu kynna niðurstöður úr spurningakönnun Vörðu um stöðu launafólks á Íslandi á fundi klukkan 10:30. 3.5.2023 10:01
Séðir ættu að „geta komið sjö, átta páskaeggjum í pokann“ á lagersölu „Ef menn eru séðir þá ætti að vera hægt að ná einhverjum sjö eða átta stórum páskaeggjum ofan í pokann.“ 3.5.2023 09:46
Eiginkona Kevin Costner fer fram á skilnað Christine Costner, eiginkona stórleikarans Kevin Costner, hefur farið fram á skilnað. Þau hafa verið gift í átján ár og eiga saman þrjú börn. 3.5.2023 08:31
Maður handtekinn vegna fjöldamorðsins í Texas Lögregla í Texas í Bandaríkjunum hefur handtekið 38 ára karlmann vegna gruns um að hafa skotið fimm nágranna sína til bana norður af Houston, á föstudaginn. 3.5.2023 07:47
Yfirleitt þurrt veður og sólarkaflar nokkuð víða Veðurstofan gerir ráð fyrir austlægri átt, fremur hægum vindi víðast hvar en strekkingi syðst á landinu. Yfirleitt verður þurrt veður í dag og sólarkaflar nokkuð víða, en skýjað með suðurströndinni. 3.5.2023 07:10
Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur á Breiðholtsbraut Tveir hafa verið fluttir á slysadeild eftir að bíll rakst á tvo aðra bíla og hafnaði loks utan vegar á Breiðholtabraut í Reykjavík um klukkan 14 í dag. 2.5.2023 14:32
Vilja fyrirbyggja brotthvarf ungs fólks í viðkvæmri stöðu af vinnumarkaði Til stendur að verja 450 milljónum króna í aukinn einstaklingsmiðaðan stuðning við ungt fólk í viðkvæmri stöðu til að fyrirbyggja brotthvarf af vinnumarkaði. 2.5.2023 12:00
Wilson Skaw dregið úr Steingrímsfirði á næstu dögum Áhöfnin á varðskipinu Freyju hefur lokið störfum í Steingrímsfirði þar sem áhöfn skipsins hefur verið undanfarna daga og unnið að björgun flutningaskipsins Wilson Skaw sem strandaði í Húnaflóa fyrir tæpum tveimur vikum. Gert er ráð fyrir því að Freyja fari af svæðinu síðar í dag og að Wilson Skaw verði dregið á brott á næstu dögum. 2.5.2023 10:45