Halla vill komast í stjórn VR Halla Gunnarsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri ASÍ, hefur ákveðið að bjóða stig fram til setu í stjórn stéttarfélagsins VR. 6.2.2023 14:29
Þóra Arnórsdóttir hættir hjá RÚV Þóra Arnórsdóttir, ritstjóri fréttaskýringaþáttarins Kveiks hjá Ríkisútvarpinu, hefur sagt upp störfum hjá Ríkisutvarpinu. Hún segist skilja sátt eftir 25 ára starf í fjölmiðlum og ætlar í annan bransa sem þó er leyndarmál fyrst um sinn. 6.2.2023 13:49
Borgin gefur út enn eitt starfsleyfið fyrir skotsvæðið á Álfsnesi Heilbrigðisnefnd Reykjavíkurborgar hefur ákveðið að veita Skotveiðifélagi Reykjavíkur nýtt starfsleyfi til tveggja ára á Álfsnesi. Deilur hafa staðið um starfsemina um árabil og segir formaður nefndarinnar að með ákvörðuninni sé verið að reyna að koma til móts við báða aðila. Ljóst sé að skotsvæðið mun á endanum fara. 6.2.2023 13:30
Héraðsdómur segir Eflingu að afhenda sáttasemjara félagatalið Ríkissáttasemjari á að fá félagatal Eflingar afhent til að hægt sé að greiða atkvæði um miðlunartillögu hans í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins og Eflingar. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í málinu á öðrum tímanum. 6.2.2023 13:17
Nýr hótelstjóri á Hótel Selfossi í kjölfar eigendaskipta Björgvin Jóhannesson hefur verið ráðinn hótelstjóri Hótel Selfoss. 6.2.2023 11:04
Appelsínugular viðvaranir gefnar út fyrir nær allt land Veðurstofan hefur gefið út appelsínugular viðvaranir vegna sunnan eða suðvestan storms sem skellur á landið í fyrramálið. 6.2.2023 10:17
Sautján ára fangelsi fyrir morðið á Birgitte Tengs árið 1995 Dómstóll í Noregi dæmdi í morgun 52 ára karlmann, Johny Vassbakk, í sautján ára fangelsi fyrir morðið á Birgitte Tengs í Karmøy í Noregi árið 1995. 6.2.2023 10:06
Nanna Kristín aðstoðar Bjarna Nanna Kristín Tryggvadóttir hefur verið ráðin aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar fjármála- og efnahagsráðherra. 6.2.2023 09:34
Stífla veldur hækkandi vatnshæð í Norðurá Vatnshæð hefur farið hækkandi í Norðurá í Borgarfirði í nótt. 6.2.2023 08:11
Móðir og sjö börn hennar fórust í eldsvoða í Frakklandi Móðir og sjö börn hennar eru látin eftir að hafa brunnið inni á heimili sínu í bænum Charly-sur-Marne í norðurhluta Frakklands. 6.2.2023 07:40