Dregur úr vindi og hiti um frostmark Miðja lægðarinnar sem olli óveðri á landinu í gær er nú stödd um fjögur hundruð kílómetra austur af Dalatanga. Lægðin er á austurleið og fjarlægist landið svo það dregur úr vindi og úrkoman af hennar völdum norðan- og austanlands er einnig á undanhaldi. 20.2.2023 07:14
Arion hækkar sömuleiðis vextina Arion banki hefur tilkynnt um hækkun inn- og útlánsvaxta í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Vaxtabreytingarnar taka gildi næstkomandi þriðjudag, 21. febrúar. 17.2.2023 14:31
Umdeildir launasamningar Haraldar standa Embætti ríkislögreglustjóra þarf að greiða fjórum lögregluþjónum laun í takti við samkomulag sem þáverandi ríkislögreglustjóri, Haraldur Johannessen, gerði við þá um endurskoðun launakjara árið 2019. 17.2.2023 14:09
Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. 17.2.2023 11:26
Eldur í húsnæði fyrir fólk í fíknivanda og flóttafólk í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17.2.2023 09:47
Starborne Frontiers nú aðgengilegur í snjalltækjaverslunum Íslenska tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds hefur nú gert nýjasta leik sinn, Starborne Frontiers, aðgengilegan í snjalltækjaverslunum Apple og Google. 17.2.2023 08:48
Röskun á ferðum um 300 þúsund manns vegna verkfalla Sólarhringsverkfall þúsunda starfsmanna á sjö þýskum flugvöllum hefur áhrif á ferðir hundruð þúsunda ferðamanna í dag. Búið er að aflýsa þúsundum flugferða víða um Þýskaland. 17.2.2023 07:54
Vestlæg eða breytileg átt og dálítil él Reikna má með vestlægri eða breytilegri átt í dag, fimm til þrettán metra á sekúndu. Þá er gert ráð fyrir dálitlum éljum norðan- og síðar vestanlands, en léttskýjuðu suðaustantil. 17.2.2023 07:13
„Ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur“ „Það er náttúrulega ömurlegt að fólk virði ekki umferðarreglur og mjög alvarlegt að fólk sé að keyra þarna þar sem akstur er bannaður.“ 16.2.2023 14:02
Bein útsending: Samráðsþing um landsáætlun í málefnum fatlaðs fólks Samráðsþing um landsáætlun um innleiðingu á samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks fer fram í Hörpu í Reykjavík milli klukkan 13 og 17 í dag. 16.2.2023 12:30