Þrjátíu manns með aðsetur á hæðinni í Vatnagörðum Atli Ísleifsson skrifar 17. febrúar 2023 11:26 Jóhann Viggó Jónsson, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir að eldurinn í husinu við Vatnagarða 18 hafi verið bundinn við tvö herbergi. Mikið tjón sé þá einnig vegna sóts og reyks. Vísir/Vilhelm Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðinu segir að um þrjátíu manns hafi verið skráðir með aðsetur á hæð hússins við Vatnagarða 18 í Reykjavík þar sem eldur kom upp í morgun. Hann segir að slökkvistarf hafi gengið vel og eldurinn að mestu bundinn við tvö herbergi. Fimm voru fluttir á bráðamóttöku Landspítalans. Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks. Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Þetta kom fram í máli Jóhanns Viggós Jónssonar varðstjóra í samtali við fréttamann fyrir utan Vatnagarða 18 í morgun. Slökkvilið var þá búið að slökkva eldinn þó að enn væri glóðavinna í gangi. „Við fengum ansi svæsna tilkynningu í morgun. Mikill svartur reykur sem kom út úr húsi í Vatnagörðum. Þannig að við sendum allt tiltækt lið á staðinn, bæði sjúkrabíla og slökkviliða, vitandi það að það væru þrjátíu manns sem væru með aðsetur á þessari hæð.“ Hann segir að það hafi logað úr austurgafli hússins þegar slökkvilið mætti á staðinn. „Mikill eldur og reykur. Mikil orka þar í gangi. Þannig að við sendum strax reykkafara inn til að leita og við fengum fréttir að það væri fólk inni í herbergjum sínum. Við reistum þá körfubíl og okkur tókst tiltölulega fljótt að slá á eldinn. Mikill hiti, mikill reykur var um alla hæðina, mörg herbergi.“ Hann segir að leitarstarf hafi tekið töluverðan tíma. „Við fengum – ég er ekki alveg með töluna hvað við náðum mörgum niður á hæðina – en við fluttum fimm á slysadeild í skoðun.“ Hann segist ekki vera með upplýsngar um líðan þeirra. Slasaðist einhver alvarlega? „Ég er ekki með upplýsingar um það. Við erum bara að vinna með brunann. Eins og ég segi þá voru fimm fluttir á slysadeild og ég er ekki með upplýsingar um líðan þeirra.“ Það er búið að ná öllum út úr húsinu? „Já, við erum búin að fínkemba allt húsnæðið. Það er enginn þarna á efri hæðinni. Við og lögregla erum búin að gera grein fyrir öllum þeim sem búa þarna. Nú erum við bara að vinna í að slökkva glæður, skrúfa fyrir vatn á húsinu, vatnsleiðslur og skömmu síðar afhendum við lögreglu vettvanginn til rannsóknar.“ Jóhann Viggó segir að ekki sé vitað um eldsupptök. „Þetta var bundið við tvö herbergi á efri hæðinni en við vitum ekki hvernig þetta kom til.“ Hann segir að um töluvert tjón sé að ræða á efri hæðinni, bæði vegna elds, sóts og reyks.
Bruni hjá Betra lífi í Vatnagörðum Slökkvilið Reykjavík Tengdar fréttir Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Eldur í húsi í Vatnagörðum Mikill eldur kviknaði í húsi við Vatnagarða neðan við Kleppsveg í Reykjavík upp úr klukkan hálf tíu í morgun. Fimm hafa verið fluttir á sjúkrahús, einhverjir með reykeitrun. 17. febrúar 2023 09:47