Sparkaði og skallaði lögreglumenn og hótaði þeim ítrekað lífláti Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í sex mánaða fangelsi fyrir ítrekuð brot gegn valdstjórninni með því að hafa beitt lögreglumenn ofbeldi og ítrekað hótað þeim lífláti. 21.12.2022 11:02
Skjálfti 3,4 að stærð við Krýsuvík Skjálfti 3,4 að stærð varð við Krýsuvík klukkan 10:13 í morgun. Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu. 21.12.2022 10:38
Samkomulag um nýja stjórn í Færeyjum Aksel V. Johannesen, formaður Jafnaðarflokksins í Færeyjum, segir að samkomulag hafi náðst um myndun nýrrar mið- og vinstristjórnar Jafnaðarflokksins, Þjóðveldis og Framsóknar. 21.12.2022 09:53
Kjarninn og Stundin í eina sæng Eigendur Kjarnans og Stundarinnar hafa náð samkomulagi um að sameina fjölmiðlana. Nýr fjölmiðlill mun þannig líta dagsins ljós á nýju ári undir nýju nafni. Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, verða saman ritstjórar hins nýja fjölmiðils. 21.12.2022 07:49
Musk hyggst hætta þegar arftakinn er fundinn Bandaríski auðjöfurinn Elon Musk hyggst láta af störfum sem forstjóri samfélagsmiðlarisans Twitter þegar búið er að finna einhvern sem sé „nægilega vitlaus til að taka starfið að sér“. 21.12.2022 07:27
Enn hvasst sunnantil framan af degi Norðaustanhvassviðri undanfarinna daga er nú að mestu gengið niður, þó að enn verði allhvasst eða hvasst sums staðar sunnantil á landinu framan af degi. 21.12.2022 07:04
Skipuð í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur skipað Ingibjörgu Halldórsdóttur í embætti framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs frá 1. janúar. 20.12.2022 08:44
Hafa birt hönnun fyrstu peningaseðlanna með andliti Karls konungs Englandsbanki, seðlabanki Bretlands, hefur birt útlit nýrra peningaseðla sem munu skarta andliti hins nýja þjóðhöfðingja Bretlands, Karls III konungs. 20.12.2022 08:09
Forsprakki The Specials er látinn Breski söngvarinn Terry Hall, forsprakki ska-sveitarinnar The Specials, er látinn, 63 ára að aldri. 20.12.2022 07:37
Ekkert lát á norðaustanáttinni og viðvaranir í gildi Ekkert lát er á norðaustanáttinni í dag og má reikna með hvassviðri eða stormi með snjókomu eða éljum norðan- og austantil á landinu og víða skafrenningi. 20.12.2022 07:00