Bam Margera í öndunarvél Bandaríska Jackass-stjarnan og Íslandsvinurinn Bam Margera hefur verið lagður inn á sjúkrahús og er í öndunarvél. Ástand hans er sagt stöðugt. 9.12.2022 10:16
Jet Black í Stranglers er látinn Enski trommarinn Jet Black, sem var upprunalegur trommari sveitarinnar Stanglers, er látinn, 84 ára að aldri. 9.12.2022 09:52
Éljagangur norðan- og austantil og fremur kalt í veðri Veðurstofan spáir norðaustan kalda eða stinningskalda í dag með éljagangi fyrir norðan og austan. Víða verður léttskýjað sunnan- og vestantil á landinu. 9.12.2022 07:43
Jafnaðarflokkurinn vann sigur í Færeyjum Jafnaðarflokkur Færeyja er sigurvegari í þingkosningunum sem fram fóru þar í landi í gær. Flokkurinn náði níu þingsætum sem er bæting um tvö frá fyrra þingi og er þar með orðinn stærsti flokkur Færeyja eftir að hafa fengið 26,6 prósent atkvæða. 9.12.2022 07:24
Alvotech á aðalmarkað Nasdaq á Íslandi Viðskipti með hlutabréf Alvotech færðust af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi í morgun. 8.12.2022 15:02
Céline Dion með ólæknandi taugasjúkdóm og frestar tónleikum Kanadíska söngkonan Céline Dion hefur greinst með sjálfsónæmissjúkdóm sem á ensku kallast stiff person syndrome. Dion greinir frá þessu í færslu á Instagram þar sem hún tilkynnir að vegna sjúkdómsins hafi hún neyðst til að ýmist fresta eða aflýsa fyrirhuguðum tónleikum sínum. 8.12.2022 13:17
Handtekinn vegna kannabisræktunar á Tálknafirði Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit á Tálknafirði í gær og stöðvaði kannabisræktun sem þar fór fram. Einn maður var handtekinn. 8.12.2022 12:34
Fyrrverandi forseti og varaforseti Gvatemala í sextán ára fangelsi Dómstóll í Gvatemala hefur dæmt forsetann fyrrverandi, Otto Perez, og varaforsetann Roxana Baldetti, í sextán ára fangelsi fyrir fjárkúgun og tollsvik. 8.12.2022 10:15
Rafmagnslaust víða í uppsveitum Árnessýslu Rafmagnslaust er víða í uppsveitum Árnessýslu eftir að bilun varð í aðveitustöðinni á Flúðum. Bilunin hefur áhrif í Hrunamannahreppi og Skeið- og Gnúpverjahreppi og er unnið að viðgerð. 8.12.2022 09:55
Hrækti á og hótaði lögreglumönnum líkamsmeiðingum á jóladag Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa hrækt á lögreglukonu og hótað lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra líkamsmeiðingum. Brotin áttu sér stað á jóladag á síðasta ári. 8.12.2022 09:17