Birkir nýr forstjóri TM Birkir Jóhannsson hefur verið ráðinn forstjóri TM sem er dótturfélag Kviku banka. Hann tekur við af Sigurði Viðarssyni. 8.12.2022 09:10
Fimmtán mánaða fangelsi og 142 milljóna sekt fyrir meiri háttar skattalagabrot Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í fimmtán mánaða fangelsi og til greiðslu rúmlega 142 milljóna króna í sekt fyrir að hafa skilað röngum skattframtölum og ekki talið fram tekjur frá einkahlutafélaginu Smíðalandi á þriggja ára tímabili. 8.12.2022 08:11
Fremur kalt á næstu dögum Næstu daga verður fremur kalt, einkum þegar haft er í huga að nóvember var mjög mildur. 8.12.2022 07:11
Gluggasmið sem sagði verkið í „algjörum forgangi“ gert að endurgreiða innborgun að fullu Fyrirtæki sem smíðar glugga hefur verið gert að endurgreiða viðskiptavini staðfestingargjald pöntunar að fullu eftir að viðskiptavinur ákvað að rifta samningi, þrettán mánuðum eftir að hann hafði samþykkt tilboð fyrirtækisins í smíði þriggja glugga og hurðar vegna lekavandamála í fasteign. Framkvæmdir voru þá ekki hafnar og ekki vitað til þess að fyrirtækið hefði hafið smíði glugganna. 7.12.2022 15:29
Selenskí og „andi Úkraínu“ valin manneskja ársins hjá Time Volodýmýr Selenskí, forseti Úkraínu, og „andi Úkraínu“ hefur verið valinn manneskja ársins hjá bandaríska tímaritinu Time. 7.12.2022 14:01
Verða kynnar þegar Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða afhent í Hörpu Ilmur Kristjánsdóttir og Hugleikur Dagsson verða kynnar á Evrópsku kvikmyndaverðlaununum sem afhent verða í Hörpu á laugardaginn. Nokkur fjöldi þekktra leikstjóra og leikara koma hingað til lands í tilefni af verðlaunahátíðinni, meðal annars frönsku leikkonuna Léa Seydoux og sænska leikstjórann Ruben Östlund. 7.12.2022 13:13
Bein útsending: Gera grein fyrir yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans mun gera grein fyrir yfirlýsingu sinni sem birt var í morgun á blaðamannafundi sem hefst klukkan 9:30. 7.12.2022 09:01
Ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal Sölvi Rúnar Pétursson hefur verið ráðinn markaðsstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Justikal. 7.12.2022 09:00
Varaforseti Argentínu dæmdur í sex ára fangelsi fyrir spillingu Dómstóll í Argentínu hefur dæmt varaforseta landsins, Cristina Fernandez de Kirchner, í sex ára fangelsi eftir að hún var fundin sek um spillingu. 7.12.2022 08:31
25 handteknir í Þýskalandi grunaðir um skipulagningu valdaráns Lögregla í Þýskalandi hefur í morgun handtekið 25 liðsmenn þýsku Reichsbürger-hægriöfgahreyfingarinnar vegna gruns um skipulagningu valdaráns. 7.12.2022 07:37