varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Sat um konu sem hann sagði „hafa svikið sig um kynlíf“

Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja mánaða fangelsi og greiðslu bóta fyrir umsáturseinelti með því að hafa endurtekið hótað, fylgst með og sett sig í samband við konu sem var fyrrverandi vinnufélagi hans, á um hálfs árs tímabili 2021.

Twin Peaks-leikari látinn

Bandaríski leikarinn Al Strobel, sem þekktastur er fyrir að fara með hlutverk hins einhenta Philip Gerrard í þáttunum Twin Peaks, er látinn. Hann varð 83 ára gamall.

Bein út­sending: Hvatningar­verð­laun ÖBÍ af­hent

Hvatningarverðlaun ÖBÍ réttindasamtaka verða afhent á Grand hótel í Reykjavík í dag, á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Hægt verður að fylgjast með afhendingunni í beinu streymi hér á Vísi og hefst dagskrá klukkan 11:30.

Rúrik krefst milljóna vegna þátt­tökunnar í Let‘s Dance

Rúrik Gíslason, fyrrverandi knattspyrnumaður og áhrifavaldur, hefur höfðað mál á hendur þýsku umboðsskrifstofunni Top­as In­ternati­onal. Vill Rúrik meina að skrifstofan skuldi sér 45 þúsund evrur, um sjö milljónir króna, vegna þátttöku sinnar í raunveruleikaþáttunum Let‘s Dance í Þýskalandi.

Danska ungstirnið Hugo Helmig látinn

Danski tónlistarmaðurinn Hugo Helmig er látinn, aðeins 24 ára að aldri. Hann naut mikilla vinsælda í heimalandinu og átti mest spilaða lagið í dönsku útvarpi árið 2017.

Sjá meira