Bein útsending: Fulltrúar Bankasýslunnar mæta fyrir þingnefnd Fulltrúar Bankasýslu ríkisins mæta á opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem fram fer milli klukkan 10:30 og 12 í dag. 2.12.2022 10:00
Fékk verðlaun CAPA sem besta nýja flugfélag ársins Flugfélagið Play hefur verið valið besta nýja flugfélagið af CAPA, alþjóðlegum samtökum um flugmál. Birgir Jónsson forstjóri tók við verðlaununum fyrir hönd félagsins í Gíbraltar í gærkvöldi. 2.12.2022 09:42
Víða hætt við lúmskri hálku sunnan- og vestanlands Víða verður hætt við myndun lúmskrar hálku sunnan- og vestanlands í dag, einkum seinnipartinn og í kvöld eftir að það styttir upp, lægir og léttir til. 2.12.2022 09:17
Fylgi Samfylkingar rúmlega tvöfaldast frá síðustu kosningum Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna. 2.12.2022 07:49
Orange Is the New Black-leikari látinn Bandaríski leikarinn og fótboltaspilarinn Brad William Henke, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum Orange Is the New Black, er látinn, 56 ára að aldri. 2.12.2022 07:27
Síðasti dagur sunnanáttarinnar í bili Dagurinn í dag er síðasti dagurinn í bili með sunnanátt og skúrum á sunnan- og vestanverðu landinu og bjartviðri norðaustanlands. 2.12.2022 07:16
Róbert Wessman sest í stól forstjóra Alvotech Róbert Wessman, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, mun taka við starfi forstjóra félagsins eftir að Mark Levick forstjóri ákvað að biðjast lausnar. 2.12.2022 07:05
Ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við HR Jón Haukur Arnarson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri rekstrar við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur starfað hjá Matís síðustu ár. 1.12.2022 15:00
Kaupir Stálsmiðjuna-Framtak Samkomulag hefur náðst um kaup Vélsmiðju Orms og Víglundar á Stálsmiðjunni-Framtak. Eru kaupin gerð með fyrirvara um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlits. 1.12.2022 13:28
Óska eftir sjónarmiðum vegna kaupa á Gleðipinnum Samkeppniseftirlitið hefur óskað eftir sjónarmiðum vegna rannsóknar sinnar á fyrirhuguðum kaupum Kaupfélags Skagfirðinga og Háa kletts ehf. á Gleðipinnum hf. 1.12.2022 13:13