33 ára kona handtekin vegna morðsins í Holbæk Lögregla á Sjálandi í Danmörku hefur handtekið 33 ára konu vegna gruns um að tengjast morðinu á 37 ára barnshafandi konu í Holbæk á fimmtudagskvöldið. 8.11.2022 07:45
Á sjötta hundrað kvenleiðtoga mæta á Heimsþing kvenleiðtoga í Hörpu Heimsþing kvenleiðtoga hefst í Hörpu í dag og taka um fimm hundruð kvenleiðtogar frá yfir hundrað löndum þátt í ár. Þetta er í fimmta sinn sem Heimsþing kvenleiðtoga, Reykjavik Global Forum - Women Leaders, er haldið. 8.11.2022 07:29
Lægð færir okkur stífa norðaustanátt með vætu víða Suður af landinu liggur nú víðáttumikil 964 millibara lægð og færir hún okkur stífa norðaustanátt í dag með vætu víða. Þó verður þurrt um landið suðvestanvert og líklega bjart á köflum. 8.11.2022 07:15
Fellaskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Fyrsta undanúrslitakvöld Skrekks 2022 fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi og fór svo að atriði Fellaskóla og Hagaskóla komust áfram í úrslitin. 8.11.2022 07:06
Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7.11.2022 14:08
Pablo og Kristín Björk til Íslandsbanka Pablo Santos hefur verið ráðinn stafrænn hönnunarstjóri og Kristín Björk Lilliendahl sérfræðingur í gagnavísindum inn í stafræna upplifun hjá Íslandsbanka. 7.11.2022 13:54
Spá stormi á Suðausturlandi á morgun Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun vegna mikils hvassviðris sem mun skella á Suðausturland. 7.11.2022 11:57
Tekur við formennsku af Le Pen Hinn 27 ára Jordan Bardella var í gær kjörinn formaður hægri þjóðernisflokksins Rassemblement National, flokksins sem áður gekk undir nafninu Þjóðfylkingin (f. Front National). Hann tekur við formennskunni af Marine Le Pen sem hyggst einbeita sér að störfum flokksins á franska þinginu. 7.11.2022 08:49
Austlæg átt og dálítil rigning Veðurstofan spáir austlægri átt og dálítilli rigningu í dag, en yfirleitt þurru veðri vestanlands. 7.11.2022 07:06
Á fimmta tug fulltrúa Íslands á COP27 Fjörutíu og fjórir Íslendingar halda til Egyptalands í næstu viku til að sækja aðildarríkjafund Loftslagssamning Sameinuðu þjóðanna (COP27). Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fer fyrir hönd íslenskra stjórnvalda og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ávarpar viðburðinn í gegnum streymi. 5.11.2022 08:00