Hættir hjá Samkaupum eftir 26 ára starf Stefán Ragnar Guðjónsson, framkvæmdastjóri verslunarsviðs Samkaupa, hefur óskað eftir að láta af störfum eftir 26 ár hjá félaginu og hyggst hverfa til annarra starfa. 4.11.2022 14:51
Villikettir vilja lóð án endurgjalds: Segjast hafa sparað Hafnarfjarðarbæ tugi milljóna Sjálfboðaliðasamtökin Villikettir hafa óskað eftir því að Hafnarfjarðarbær úthluti lóð við Kaplaskeið án endurgjalds þar sem samtökin gætu reist húsnæði til að sinna villi- og vergangsköttum. Formaður segir í bréfi til sveitarstjórnar að samkvæmt útreikningum hafi samtökin með vinnu sinni sennilega sparað bæjarfélaginu milli 70 og 80 milljónum króna á síðustu átta árum. 4.11.2022 14:33
Engar hópuppsagnir í október Engar tilkynningar bárust til Vinnumálastofnunar um hópuppsagnir í október. 4.11.2022 09:35
Frysta leiguverð næstu þrjá mánuði Stjórn Brynju leigufélags hyggst frysta leiguverð næstu þrjá mánuði. Í tilkynningu segir að ákvörðunin sé tekin í ljósi mikillar verðbólgu á þessu ári. 4.11.2022 07:54
Barnshafandi kona stungin til bana í Danmörku Barnhafandi kona var stungin til bana í Holbæk á Sjálandi í Danmörku í gærkvöldi. Lögregla á Sjálandi segir að konan hafi verið 37 ára og margsinnis stungin með hníf. Fram kemur að barn konunnar sé enn á lífi. 4.11.2022 07:43
Hvessir seinnipartinn og þykknar upp Veðurstofan spáir fremur hægri, norðlægri og síðar austlægri átt og lítilsháttar vætu á Norður- og Austurlandi og slyddu í innsveitum. Annars er búist við léttskýjuðu og fremur mildu veðri. 4.11.2022 07:14
Ætla að koma allri starfsemi IKEA á einn stað Miklar framkvæmdir eru hafnar við IKEA í Kauptúni í Garðabæ sem miða að því að koma allri starfsemi fyrirtækisins á einn stað. Að framkvæmdum loknum mun IKEA loka vöruhúsum sínum við Suðurhraun 10 og Kauptúni 3 í Garðabæ. 3.11.2022 14:42
Vilja sjá skautahöll rísa á Selfossi Íshokkísamband Íslands og Skautasamband Íslands hafa óskað eftir viðræðum við bæjarstjórn Árborgar um uppbyggingu skautasvells í Árborg. Bæjarstjórn Árborgar hefur sent erindið til umræðu í frístunda- og menningarnefnd sveitarfélagsins. 3.11.2022 14:25
Niceair bætir við sig tveimur áfangastöðum Norðlenska flugfélagið Niceair hefur ákveðið að bæta við tveimur áfangastöðum. Félagið mun fljúga frá Akureyrarflugvelli til bæði Alicante á Spáni og Düsseldorf í Þýskalandi á næsta ári. 3.11.2022 11:56
Harpa stýrir mannauðssviði Nóa Síríus Harpa Þorláksdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri mannauðssviðs hjá Nóa Síríus og tekur sæti í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. 3.11.2022 09:02