Væta með köflum og dregur úr vindi Lægðir suður af landinu stýra veðrinu á landinu í dag þar sem búist er við norðaustlægri átt, átta til fimmtán metrum á sekúndu, og dálítilli vætu með köflum. 11.9.2025 07:09
Með töskurnar fullar af marijúana Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í gær karl og konu í fimmtán mánaða fangelsi fyrir að hafa smyglað rúmlega 38 kílóum af marijúana til landsins. 10.9.2025 07:56
Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Skil nálgast nú landið úr suðaustri og fara þau vestur yfir landið í dag. Þeim fylgir austan- og norðaustanátt, víða fimm til þrettán metrar á sekúndu með rigningu, en hægari vindur og úrkomulítið vestantil á landinu fram eftir degi. 10.9.2025 07:25
Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Sænski stjórnmálamaðurinn Elisabet Lann féll í yfirlið þegar hún var kynnt til leiks sem nýr heilbrigðisráðherra Svíþjóðar. 9.9.2025 15:04
Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? „Borgar sig að vanmeta menntun?“ er yfirskrift málþings sem BHM hefur boðað til og fer fram í Grósku milli klukkan 15 og 17 í dag. Tilefnið er útgáfa nýrrar skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um virði háskólamenntunar sem unnin var fyrir BHM. Hægt verður að fylgjast með málþinginu í beinu streymi. 9.9.2025 14:31
Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis Alþingi verður sett í dag og hefst þingsetningarathöfnin klukkan 13:30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Forseti Íslands, biskup Íslands, forseti Alþingis, ráðherrar og alþingismenn munu svo ganga fylktu liði til kirkjunnar úr Alþingishúsinu. Hægt verður að fylgjast með guðsþjónustu og þingsetningunni í beinni útsendingu í spilara að neðan. 9.9.2025 12:51
Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Farsímar verða bannaðir í sænskum grunnskólum frá og með upphafi skólaársins haustið 2026. Símabannið mun einnig ná til frímínútna og frístundaheimila. 9.9.2025 10:54
Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Ríkisútvarpið hefur staðfest þátttöku Íslands í Eurovision sem fram fer í Vín í Austurríki í maí á næsta ári. Það er þó gert með fyrirvara um niðurstöðu yfirstandandi samráðsferils innan EBU, vegna þátttöku ísraelska ríkissjónvarpsins KAN í keppninni. 9.9.2025 09:00
Hvasst og samfelld rigning austast Lægðin sem stjórnað hefur veðrinu á landinu síðustu daga er nú skammt norðvestur af landinu og fjarlægist smám saman. 9.9.2025 07:11
Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Þyrí Dröfn Konráðsdóttir hefur verið ráðin sem forstöðukona markaðsmála hjá Olís. 8.9.2025 10:05