varafréttastjóri

Atli Ísleifsson

Atli er varafréttastjóri fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Ört dýpkandi lægð nálgast landið

Veðurstofan spáir norðlægri átt í dag, víða kalda eða strekkingi, og dálítilli vætu norðan- og austanlands. Annars má reikna með léttskýjuðu og að það lægi heldur í nótt. Hiti á landinu verður á bilinu núll til sjö stig, mildast syðst.

Ekki orðið var við að aug­lýs­endur séu hikandi vegna HM í Katar

Framkvæmdastjóri RÚV sölu segist ekki hafa orðið sérstaklega var við það að erfiðara hafi reynst að fá aðila til að auglýsa í tengslum við útsendingar RÚV frá heimsmeistaramótinu í fótbolta sem hefst í Katar síðar í mánuðinum. Staðan á sölunni muni þó koma betur í ljós þegar nær dregur mótinu.

Mette gengur á fund drottningar klukkan tíu

Mette Frederiksen, formaður danskra Jafnaðarmanna og forsætisráðherra, mun ganga á fund Margrétar Þórhildar Danadrottningar klukkan tíu að íslenskum tíma. Þar munu þær ræða niðurstöður þingkosninganna sem fram fóru í Danmörku í gær.

Norðan­átt og rigning og slydda með köflum

Veðurstofan spáir norðan og norðaustan átta til fimmtán metrum á sekúndu í dag. Úrkomulítið vestanlands, annars rigning eða slydda með köflum, einkum norðaustantil og þar má búast við snjókomu á heiðum.

Sjá meira