Hafa áhyggjur af skerðingu lyfjaafgreiðslu í Laugarási Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Skeiða- og Gnúpverjahrepps hafa báðar lýst yfir áhyggjum af áformum um að loka lyfjaafgreiðslu Lyfju í Laugarási og að afgreiðslan færist inn á heilsugæsluna og starfsfólks þar. 6.10.2022 10:23
Stal fartölvum og veski á skrifstofum sýslumanns á Akureyri Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið fartölvum og peningaveski á skrifstofum sýslumannembættis á Akureyri. 6.10.2022 09:35
Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er. 6.10.2022 08:52
Lægðin grynnist smá saman Lægðin sem hefur stjórnað veðrinu á landinu síðustu daga er enn fyrir norðaustan land, en grynnist nú smám saman. 6.10.2022 08:13
Innlimun, bakslag og yfirtaka Vladímír Pútín Rússlandsforseti skrifaði í gær undir síðustu skjölin sem fela í sér að Rússar innlimi fjögur héruð í Úkraínu, á sama tíma og rússneskar hersveitir hafa orðið fyrir bakslagi og áfram þurft að hörfa bæði í norðausturhluta og suðurhluta Úkraínu. 6.10.2022 07:38
Sendiráðið við Laufásveg hýsi flóttafólk Stærsta vandamálið þegar kemur að móttöku flóttafólks hér á landi er húsnæðisskortur og segir Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, að verið sé að kaupa tíma með því að setja upp fyrstu fjöldahjálparstöðina en hún var opnuð í Borgartúni í Reykjavík fyrr í vikunni. 6.10.2022 06:54
Vildi fá greitt fyrir óumbeðna heimsókn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út vegna manns sem var að sparka í rúður og hurðir í miðborg Reykjavíkur. Í dagbók lögreglu, þar sem fjallað er um verkefni lögreglu í gærkvöldi og í nótt, segir að hann hafi verið handtekinn fyrir eignarspjöll og vistaður í fangageymslu lögreglu. 6.10.2022 06:14
Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir mönnunum tveimur Farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir tveimur mönnum sem eru í varðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á meintri skipulagningu hryðjuverka. 5.10.2022 11:55
Með fimm kíló af amfetamíni í frystikistu á heimili sínu Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann, Garðar Ingvar Þormar, í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnabrot og vopnalagabrot. 5.10.2022 11:07
Frederiksen boðar til þingkosninga 1. nóvember Mette Fredriksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur boðað til þingkosninga í landinu þann 1. nóvember næstkomandi. Frá þessu greindi forsætisráðherrann á blaðamannafundi klukkan 11 í morgun. 5.10.2022 10:35